- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kristín verður ekki með í leiknum við Íslendinga

Sænska landsliðskonan Kristín Þorleifsdóttir, sem á íslenska foreldra, verður ekki í sænska landsliðinu sem mætir íslenska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Eskilstuna í Svíþjóð á fimmtudaginn. Kristín er meidd og varð að draga sig út...

Stefnir í liðsauka hjá HK

Olísdeildarliði HK í handknattleik kvenna gæti borist góður liðsauki á næstunni en samkvæmt heimildum handbolta.is hefur Guðrún Erla Bjarnadóttir hug á að ganga til liðs við Kópavogsliðið.Guðrún Erla kom til Fram sumarið 2020. Hún var í leikmannahópi Fram í...

Bjartur Már sótti tvö stig til Klakksvíkur

Bjartur Már Guðmundsson og samherjar í StÍF lögðu topplið færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær þegar þeir sóttu liðsmenn Team Klaksvik heim. StÍF-liðið tyllti sér í annað sæti með þriggja marka sigri í Klakksvík, 31:28. Jafnt var að loknum...

Molakaffi: Orri, Óskar, Örn, Ólafur, Arnór, Hannes

Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark þegar lið hans Elverum vann ØIF Arendal, 34:32, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær á heimavelli. Elverum er efst í deildinni með 10 stig eftir fimm leiki eins og Nærbø. Drammen situr í...
- Auglýsing-

Fullt hús stiga hjá Söru Dögg

Sara Dögg Hjaltadóttir og samherjar hennar í Gjerpen HK Skien byrja vel í norsku 1. deildinni í handknattleik. Að loknum fjórum leikjum er liðið í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga, átta. Síðast í dag vann Gjerpen öruggan...

Gengur á ýmsu í Noregi

Storhamar, liðið sem Axel Stefánsson, þjálfar heldur sigurgöngu sinni áfram í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Í dag lagði Storhamar liðsmenn Byåsen örugglega á heimavelli með sex marka mun, 31:24, eftir að hafa verið yfir, 18:11, að loknum fyrri...

Eru Stuttgart og Melsungen að rétta úr kútnum?

Eftir dauflega byrjun í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni þá ráku leikmenn Stuttgart af sér slyðruorðið í dag og lögðu Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 35:30. Þar með er fyrsti sigur liðsins í höfn eftir tap í fjórum fyrstu leikjum...

Setja Berge stólinn fyrir dyrnar

Christian Berge, þjálfari norska karlalandsliðsins í handknattleik, fær ekki að þjálfa félagslið á sama tíma og hann er landsliðsþjálfari Noregs. Forráðamenn norska handknattleikssambandsins hafa sett Berge stólinn fyrir dyrnar. Berge hefur verið sterklega orðaður við þjálfun úrvalsdeildarliðsins Kolstad en stjórnendur...
- Auglýsing-

Eyjamenn halda tökum sínum á FH-ingum

Dagur Arnarsson skoraði sigurmark ÍBV gegn FH rétt innan við þremur mínútum fyrir leikslok í viðureign liðanna í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í dag, 26:25. Þar með hefur ÍBV unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í deildinni á keppnistímabilinu. FH-ingar...

Vel tekið á móti nýkrýndum bikarmeisturum

Nýkrýndir bikarmeistarar KA/Þórs fengu afar hlýjar og góðar móttökur við komuna til Akureyrar í gærkvöld eftir að liðið vann Coca Cola-bikarinn í handknattleik kvenna með því að leggja Fram í úrslitaleik, 26:20, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Þetta er í fyrsta...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18227 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -