Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lekic, Toft, Jørgensen, Zachrisson

Serbneska handknattleikskonan Andrea Lekic komst um helgina í eftirsóttan flokk kvenna sem skorað hafa 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Lekic, sem er 36 ára gömul og er að taka þátt í sínu 17. keppnistímabili í Meistaradeildinni, skoraði þúsundasta mark...

Ungmenni Vals lögðu stein í götu ÍR-inga

Ungmennalið Vals kom í veg fyrir að ÍR færðist upp í annað sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld með því að leggja Breiðholtsliðið í Origohöllinni, 30:29, í æsilega spennandi leik. ÍR var marki yfir í hálfleik, 16:15. Tómas...

Reynt að svíkja út kortaupplýsingar í nafni Handkastsins

Óprúttnir aðilar reyna um þessar mundir að svíkja út upplýsingar hjá fylgjendum hlaðvarpsþáttarins Handkastið. Svokallaður SPAM póstur fer eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í nafni Handkastsins þar sem fylgjendum er bent á að smella á hlekk og...

Naumt tap í heimsókn til Wetzlar

Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach í kvöld þegar liðið tapaði í heimsókn sinni til HSG Wetzlar, 33:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Wetzlar var fjórum mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 17:13. Wetzlarliðið...
- Auglýsing-

Arnar Birkir kominn í undanúrslit í Svíþjóð

Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik karla þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir HK Aranäs, 32:28, í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum. Amo HK...

Toppsætið er Þórsara

Þór vann Fjölni, 27:26, í hörkuleik í toppslag Grill 66-deildar karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þór er þar með í efsta sæti deildarinnar með 11 stig að loknum sjö leikjum, er stigi fyrir ofan ungmennalið...

Elvar fór á kostum og tryggði sigur á meisturunum

Elvar Ásgeirsson átti stórleik í kvöld með Ribe-Esbjerg þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Danmerkurmeistara tveggja síðustu ára, GOG, 34:33, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Elvar skoraði m.a. tvö síðustu mörk liðsins í Blue Water Dokken,...

Næstu dagar verða skemmtilegir og lærdómsríkir

„Næstu dagar verða skemmtilegir. Það verður nóg um að vera áður en við förum til Noregs á miðvikudaginn. Meðal annars náum við tveimur æfingum og þurfum um leið að ljúka ýmsu því sem óhjákvæmilega fylgir undirbúningi fyrir stórmót. Það...
- Auglýsing-

Tvær landsliðskonur á meðal 20 markahæstu

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru á meðal 20 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknum átta umferðum. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramótsins sem hefst undir lok mánaðarins og þráðurinn...

Györ er ennþá ósigrað – Næstu leikir á nýju ári

Áttunda umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram á laugardaginn og á sunnudaginn. Að leikjunum loknum var gert hlé á keppni til 6. og 7. janúar. Úrslit helgarinnar og staðan A-riðill:DVSC Schaeffler - CSM Búkarest 23:30 (9:15).Odense Håndbold - Sävehof 40:22...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 164 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
12527 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -