Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðskonurnar stóðu í ströngu í Þýskalandi – myndskeið

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir urðu að bíta í það súra epli að vera í tapliðum í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Díana Dögg og liðsmenn BSV Sachsen Zwickau töpuðu á heimavelli fyrir Bensheim/Auerbach, 32:25. Á sama tíma beið TuS Metzingen lægri hlut í viðureign við Oldenburg, 30:26, í EWE-Arena í Oldenburg.

Andrea tók þátt í sögulegum leik í Silkeborg

Danska meistaraliðið Esbjerg vann það afrek í kvöld að ljúka keppnisárinu í dönsku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Esbjerg lagði í kvöld Silkeborg-Voel, sem landsliðskonan Andrea Jacobsen leikur leikur með, 31:24, í Silkeborg og hefur þar með leikið...

Einar skoraði sigurmarkið í Höllinni – Selfyssingar sluppu fyrir horn

Einar Sverrisson og Jón Þórarinn Þorsteinsson sáu til þess Selfoss slapp inn í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld eftir að liðið steig krappan dans gegn Þór í Höllinni á Akureyri. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu...

Víðismenn voru Stjörnunni engin fyrirstaða

Stjarnan varð fyrst til að innsigla sæti í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Stjarnan vann öruggan sigur á Víði, 33:16, í íþróttahúsinu í Garði í kvöld. Níu marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:9.Stjarnan...
- Auglýsing-

Myndskeið: Einstaklega óheppinn markvörður

Joel Birlehm, markvörður Rhein-Neckar Löwen og samherji Arnórs Snæs Óskarssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar, var einstaklega óheppinn í gærkvöld í viðureign gegn Benfica í Evrópudeildinni í handknattleik í gærkvöld. Miguel Sanchez-Migallon Naranjo, leikmaður Benfica, kastaði boltanum í þverslá í...

Dagskráin: Bikarleikir í Garði og á Akureyri

Sextán liða úrslit Poweradebikarkeppni HSÍ í karlaflokki hefjast í kvöld með tveimur viðureignum sem fram fara í Garði og á Akureyri.Olísdeildarlið Stjörnunnar mætir til leiks gegn Víði, sem leikur í 2. deild, í íþróttahúsinu í Garði klukkan 18. Hálftíma...

Molakaffi: Elín Jóna, Ólafur, Hans, Minko

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður átti stórleik með EH Aalborg í gærkvöld og var valin besti maður vallarins þegar EH Aalborg vann AGF Håndbold, 33:24,  í Nørresundby Idrætscenter í Álaborg. Því miður kemur ekki fram á heimasíðu félagsins hversu mörg...

Óðinn Þór atkvæðamikill – Fyrrverandi samherjar mættust í Lissabon

Óðinn Þór Ríkharðsson lét að sér kveða kvöld þegar svissneska meistaraliði Kadetten Schaffhausen sótti tvö stig til Svartfjallalands í heimsókn til HC Lovcen-Cetinje. Óðinn Þór skoraði sex mörk í leiknum sem Kadetten vann með þriggja marka mun, 29:26. Kadetten...
- Auglýsing-

Evrópudeild karla ’23 – úrslit 3. umferðar – staðan

Að loknu hléi vegna æfingaviku landsliða þá var þráðurinn tekinn upp í Evrópudeild karla í handknattleik í dag. Þriðja umferð fór fram. Þar með er riðlakeppnin hálfnuð. Áfram heldur hún næstu þrjá þriðjudaga fram í desember þegar niðurstaðan liggur...

Fjórir Íslendingar á ferðinni – þrír í sigurliðum

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í Flensburg eru efstir í E-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla eftir að þeir unnu þriðja leikinn í röð í kvöld. Flensburg lagði Elverum í hörkuleik í Noregi, 33:32. Teitur Örn skoraði eitt mark...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 164 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
12489 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -