- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea tók þátt í sögulegum leik í Silkeborg

Andrea Jacobsen landsliðskona hefur samið við Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Esbjerg vann það afrek í kvöld að ljúka keppnisárinu í dönsku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Esbjerg lagði í kvöld Silkeborg-Voel, sem landsliðskonan Andrea Jacobsen leikur leikur með, 31:24, í Silkeborg og hefur þar með leikið 35 leiki í úrvalsdeildinni árinu. Af leikjunum 35 hafa 34 unnist en einum lauk með jafntefli.

HM hlé tekur við

Ljóst er að hvorki leikirnir né sigrarnir verða fleiri á árinu þar sem nú hefur verið gert hlé á keppni í úrvalsdeildinni vegna heimsmeistaramóts landsliða sem hefst um næstu mánaðamót. Eins og gefur að skilja er um einstakan árangur að ræða hjá hinu firnasterka liði Esbjerg.

Á leiðinni heim

Andrea skoraði ekki mark fyrir Silkeborg-Voel á heimavelli í leiknum í kvöld. Hún átti tvö markskot sem misstu marks. Andrea átti tvær stoðsendingar. Þetta var einnig síðasti leikur Andreu með Silkeborg-Voel á árinu. Hún er væntanleg heim fljótlega til að hefja undirbúning fyrir þátttöku á HM með stöllum sínum í íslenska landsliðinu.

Sitja í ellefta sæti

Silkeborg-Voel situr í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með átta stig að loknum 12 leikjum. Næsti leikur liðsins verður 3. janúar við Ajax sem er á hinum enda töflunnar sé miðað við Esbjerg.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -