- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór atkvæðamikill – Fyrrverandi samherjar mættust í Lissabon

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten í Sviss. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson lét að sér kveða kvöld þegar svissneska meistaraliði Kadetten Schaffhausen sótti tvö stig til Svartfjallalands í heimsókn til HC Lovcen-Cetinje. Óðinn Þór skoraði sex mörk í leiknum sem Kadetten vann með þriggja marka mun, 29:26.

Kadetten er þar með komið með fjögur stig í E-riðli, tveimur stigum á eftir Flensburg sem lagði Elverum naumlega í Elverum í kvöld og sagt er frá hér.


Fjögur mörk frá Stiven Tobar Valencia dugðu Benfica ekki til sigurs á heimavelli í kvöld þegar liðsmenn Rhein-Neckar Löwen komu í heimsókn. Um hörkuleik var að ræða sem Löwen vann, 36:35. Hefur liðið þar með sex stig eftir þrjá leiki og situr í efsta sæti A-riðils.

Samherjarnir hjá Val á síðasta tímabili, Stiven Tobar og Arnór Snær Óskarsson, voru andstæðingar í kvöld. Arnór náði ekki að skora í leiknum fyrir Löwen ekkert fremur en Ýmir Örn Gíslason. Daninn Niclas Kirkeløkke fór á kostum og skoraði 14 mörk fyrir Löwen. Þar á meðal sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Rhein-Neckar Löwen gerði vel með að vinna í Lissabon því nokkrir leikmenn eru fjarverandi vegna meiðsla og veikinda, þar á meðal Patrick Groetzki og Jannik Kohlbacher.

Tryggvi og félagar efstir

Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof halda áfram að gera það gott í Evrópudeildinni. Þeir unnu stórsigur á Pfadi Winterthur, 41:20, í Partille í Svíþjóð í kvöld. Tryggvi skoraði ekki mark í leiknum enda er hans sérgrein varnarleikur. Sävehof er efst með sex í C-riðli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -