- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslit í Íslendingaslag réðust á síðustu sekúndu

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Göppingen unnu sætan sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld á heimavelli Löwen, 32:31. Sebastian Heymann skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins sem var hnífjafn og æsilega spennandi. Gunnar...

Tylltu sér á toppinn

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau komust í kvöld í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með öruggum sigri á Solingen, 33:25, á heimavelli. Á sama tíma tapaði Füchse Berlin, sem hefur verið...

HK komst í fyrsta skiptið yfir þegar 5 sekúndur voru eftir

HK vann slag toppliðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir unnu Víking, 23:22, í hörkuleik í Víkinni. Eins lygilega og það kann að hljóma þá komust HK-ingar aðeins einu sinni yfir í leiknum og það...

Eftir þrautargöngu sprakk Valsliðið út

Eftir fimm leiki í röð án sigurs þá kom að því að gæfuhjólið snerist á sveif með kvennaliði Vals í dag þegar það sótti Stjörnuna heim í TM-höllina og vann öruggan sigur, 30:23, eftir að hafa verið yfir, 15:13,...
- Auglýsing-

Eyjakonur að komast á flug

ÍBV-liðið virðist vera að komast á flug aftur í Olísdeild kvenna því aðra helgina í röð vinnur liðið leik og að þessu sinni var það efsta lið deildarinnar, Fram, sem varð að sætta sig við að fara tómhent frá...

Haukar kræktu í stig í KA-heimilinu

Leikmenn Hauka sættu sig ekki lengi við að deila sæti með HK í Olísdeild kvenna í handknattleik. Haukar gerðu sér lítið fyrir og nældu í stig gegn öðru af tveimur efstu liðum deildarinnar KA/Þór og það í KA-heimilinu, nokkuð...

ÍR-ingar halda áfram að vinna

Kvennalið ÍR heldur áfram sigurgöngu sinni í Grill 66-deild kvenna og í dag fagnaði liðið sínum sjöunda sigri í deildinni, þar af þeim sjötta í röð, með því að leggja Gróttu, 22:21, í Austurbergi í hörkuleik. Þar með er...

Ævintýralegt sigurmark í Kaplakrika

Kristín Guðmundsdóttir var hetjan í dag þegar hún bjargaði HK-liðinu fyrir horn með ævintýralegu sigurmarki á síðustu sekúndu leiks HK og FH í Kaplakrika, 24:23. Kristín skorað með langskoti af 15 metra færi og þar sem boltinn söng sigursöng...
- Auglýsing-

Ólafur Bjarki er úti en Hafþór Már er mættur

Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur ekki leikið með Stjörnuliðinu í tveimur síðustu leikjunum í Olísdeildinni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við handbolta.is í gærkvöld eftir leikinn við Gróttu að Ólafur Bjarki væri slæmur í bakinu og hafi af þeirri ástæðu...

Frábær tilfinning að komast aftur út á völlinn

„Það var frábær tilfinning að koma aftur út á völlinn. Eftir brjálað púl í rúmt ár var ótrúleg gott að koma inn og hjálpa liðinu í þessum úrslitaleik um fimmta sætið,“ sagði Andrea Jacobsen, handknattleikskona hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18081 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -