Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram er penninn á lofti í Krikanum – Birgir Már næstur

Hægri hornamaðurinn Birgir Már Birgisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Birgir Már hefur verið ein af kjölfestum FH-liðsins undanfarin ár eða allt síðan hann kom í Krikann frá Víkingi sumarið 2018. Birgir Már var kjörinn...

Myndir: Valur, FH, Selfoss og Stjarnan Powerade-bikarmeistarar í 5. flokki

Fyrir hádegið á sunnudaginn var leikið til úrslita í Powerade-bikarkeppni 5. flokki kvenna og karla, yngra og eldra ár. Hér fyrir neðan eru myndir af sigurliðunum fjórum og úrslitum leikjanna. Úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöll í sömu umgjörð og...

Landsliðið er mætt til Aþenu – vinnan heldur áfram

Íslenska landsliðið í handknattleik kom til Aþenu í laust fyrir miðnætti í gærkvöld ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki hvar dvalið verður fram á sunnudag við æfingar og keppni. Tveir leikmenn, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, lentu í vandræðum...

Isabella ver mark ÍR áfram næstu tvö ár

Isabella Schöbel Björnsdóttir, markvörður, hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2026. Hún er uppalin hjá félaginu og hefur látið vel til sín taka á sínu fyrsta ári í efstu deild. Einnig hefur hún á síðustu árum...
- Auglýsing-

Mariam semur við Val til næstu þriggja ára

Mariam Eradze hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals til árins 2027. Hún mætir þar með ótrauð til leiks í haust með Valsliðinu eftir árs fjarveru. Mariam sleit krossband í leik á æfingamóti á Selfossi rétt áður en...

Dagskráin: Haukar fara til Eyja – ungmennalið mætast á Akureyri

Einn leikur fer fram í Olísdeild kvenna í kvöld. Í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Haukar klukkan 18.30. Viðureign liðanna var frestað í febrúar vegna veðurs og færðar. Að leiknum loknum verða tvær umferðir eftir, átta leikir, af...

Molakaffi: Sveinbjörn, Hákon, Golla, Kohlbacher, landsliðið, Machulla, Imre

Tveir Íslendingar eru í liði 24. umferðar 2. deildar þýska handknattleiksins sem valið var í gærmorgun en umferðinni lauk á sunnudagskvöld. Sveinbjörn Pétursson er markvörður úrvalsliðsins en hann fór á kostum þegar  EHV Aue vann Tusem Essen á heimavelli...

Áfram heldur Gísli Þorgeir að raka að sér viðurkenningum

Gísli Þorgeir Kristjánsson rakaði til sín verðlaunum í kvöld þegar German Handball Awards fyrir árið 2023 voru afhent en vefsíðan handball-world hefur staðið fyrir valinu fáein síðustu ár m.a. með aðstoð lesenda. Gísli Þorgeir var valinn leikmaður ársins 2023...
- Auglýsing-

Teitur Örn hrökk úr skaftinu – Arnór Snær kallaður til Aþenu

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur verið tilneyddur til að gera fjórðu breytinguna á landsliðshópnum sem hann verður með til æfinga og keppni í Aþenu í Grikklandi næstu dagana.Fyrir stundu var Arnór Snær Óskarsson leikmaður Gummersbach kallaður...

Þjálfari Ágústs og Elvars látinn taka pokann sinn

Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinssonar eiga von á að fá nýjan þjálfara til Ribe-Esbjerg fyrir næsta keppnistímabil. Stjórn Ribe-Esbjerg sagði í morgun upp Anders Thomsen þjálfara. Jesper Holm aðstoðarþjálfari tekur við og stýrir Ribe-Esbjerg út keppnistímabilið. Framundan...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 164 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
12480 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -