Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björn Viðar ætlar að láta gott heita

Hinn reyndi handknattleiksmarkvörður Björn Viðar Björnsson leikur ekki með ÍBV-liðinu á komandi keppnistímabili. Hann staðfesti þetta við handbolta.is í dag en grunur vaknaði um að Björn Viðar hafi rifað seglin þar sem hann hefur ekki tekið þátt í æfingaleikjum...

Mörg félagaskipti frágengin á elleftu stundu

Svo virðist sem handagangur hafi verið í öskjunni meðal forsvarsmanna félaga og á skrifstofu HSÍ síðustu daga við frágang félagaskipta leikmanna, jafnt milli félaga innanlands og á milli landa. Hugsanlegt er að einhverjir hafi jafnvel vaknað upp við vondan...

Spá handbolta.is í Olísdeild karla og helstu breytingar

Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með fjórum leikjum og sá fimmti í fyrstu umferð fer fram annað kvöld. Eins og áður þá kljást 12 lið næstu mánuði um deildarmeistaratitilinn og sæti á meðal átta efstu...

Dagskráin: Flautað til leiks í Úlfarsárdal

Þá er komið að því að flautað verður til leiks í Olísdeild karla. Fyrstu fjórir leikir keppnistímabilsins verða háðir í kvöld. Að þessu sinni verður upphafsleikur Olísdeildar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Framara í Úlfarsárdal sem opnað var í...
- Auglýsing-

Kopyshynskyi kominn til Aftureldingar

Afturelding hefur samið við úkraínska hornamanninn Ihor Kopyshynskyi til eins árs og verður hann gjaldgengur með Mosfellingum í kvöld þegar þeir sækja Íslands- og bikarmeistara Vals heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla. Kopyshynskyi gekk til liðs við Hauka í upphafi...

Myndir: Fjöldi fólks kom á minningarleik Ása

Talið er að á sjöunda hundrað manns hafi komið saman í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í gærkvöld á minningarleik um Ásmund Einarsson fyrrverandi formann handknattleiksdeildar Gróttu sem lést um aldur fram síðla í júlí. Kvennalið Gróttu og U18 ára landslið Íslands...

Molakaffi: Bjarni, Sigvaldi, Janus, Aðalsteinn, Odden, Axel, Hannes, Lovísa, Steinunn

Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór hamförum og skoraði 11 mörk þegar Skövde vann Önnereds, 35:31, á heimvelli í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í gærkvöld. Skövde komst þar með áfram í átta liða úrslit en jafntefli varð...

Hansen kætti – Aron var fjarri vegna meiðsla

Mikkel Hansen kætti stuðningsmenn Aalborg Håndbold í kvöld þegar hann lék afar vel og skoraði níu mörk í öðrum leik sínum fyrir félagið er það lagði Skanderborg Aarhus, 33:28, í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Álaborgarliðið er með...
- Auglýsing-

Teitur Örn og félagar eru áfram á sigurbraut

Teitur Örn Einarsson var annar af tveimur Íslendingum sem gat fagnað eftir leiki kvöldsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lið hans, Flensburg, vann GWD Minden með 13 marka mun í Flens-Arena í kvöld, 36:23. Teitur Örn lék í...

Minningarleikur Ása fer fram í kvöld

Í kvöld verður minningarleikur um Ásmund Einarsson í Hertzhöllinni, íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og mætast kvennalið Gróttu og U18 ára landsliðs kvenna. Ásmundur Einarsson var formaður handknattleiksdeildar Gróttu þegar hann lést um aldur fram...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 164 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
12664 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -