Efst á baugi
Helena Rut skoraði 12 – Selfoss stóð í Stjörnunni
Eftir tvo slaka leiki í röð þá hertu leikmenn Selfoss upp hugann í dag og náðu að sýna betri leik þegar þeir sóttu Stjörnuna heim í TM-höllina í 14. umferð Olísdeildar kvenna. Frammistaðan dugði Selfoss-liðinu ekki til sigurs en...
Fréttir
Valur vann bæði stigin á Akureyri
Valur sótti tvö stig í heimsókn sinni til KA/Þórs í KA-heimilið í dag, 23:20, í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna. Sigurinn færði Val á ný upp að hlið ÍBV í efsta sæti Olísdeildar. Hvort lið hefur 24 stig eftir...
Efst á baugi
Wawrzykowska og Hanna fóru á kostum í Eyjum
ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að vinna stórsigur á Fram, 30:25, í 14. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum. ÍBV fór a.m.k. tímabundið upp fyrir Val sem er þessa stundina að leik...
Efst á baugi
Ásdís er hætt hjá Skara HF og er flutt heim
Handknattleikskonan Ásdís Guðmundsdóttir er hætt að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Skara HF og er flutt heim til Akureyrar. Frá þessu greinir Akureyri.net í dag. Þar segir ennfremur að Ásdís hafi fengið samningi sínum við sænska félagið rift af persónulegum...
Fréttir
Rašimienė þjálfar yngri flokka kvenna hjá Selfossi
Gintare Rašimienė var fyrir tímabilið ráðin þjálfari 3. og 4. flokks kvenna hjá handknattleiksdeild Selfoss og er samningur hennar til ársins 2025.Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss segir m.a. að Rašimienė búi yfir víðtækri reynslu og menntun í þjálfun. Hún...
Efst á baugi
Danir eru komnir með farseðil á ÓL 2024
Danska landsliðið er öruggt um sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Frakklandi sumarið 2024. Vegna þess að gestgjafar leikanna, Frakkar, eiga frátekið sæti í keppninni er alveg sama hvernig úrslitaleikur Dana og Frakka fer á morgun. Danir...
Fréttir
Dagskráin: Tveir þriðju leikja að baki eftir daginn
Fjórir leikir fara fram í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Engan bilbug er að finna á leikmönnum og þjálfurum í annarri viku þorra enda sólin tekin að hækka nokkuð á lofti. Leikir 14. umferðar standa fyrir dyrum. Að...
Efst á baugi
Eyjamenn komast ekki til Ísafjarðar
Ekkert verður af því að keppni hefjist í Olísdeild karla í dag eins og til stóð. Viðureign Harðar og ÍBV sem vonir voru bundnar við að færi fram og hæfist í íþróttahúsinu á Torfnesi klukkan 15 í dag hefur...
Efst á baugi
Molakaffi: Met Dana, skipulagsfundur, Solberg, Arnar, Elvar, Ágúst, Rosta
Danska landsliðið hefur nú leikið 27 leiki í röð á heimsmeistaramóti karla í handknattleik án þess að tapa leik, tveimur fleiri en nokkurt annað landslið í sögunni. Frakkar léku 25 leiki í röð án taps á heimsmeistaramótum frá 2015...
Efst á baugi
Hildur skoraði 13 þegar FH sótti stigin í Safamýri
FH-ingar fóru ekki erindisleysi í heimsókn til Víkinga í Safamýri í kvöld. Leikmenn Hafnarfjarðarliðsins sneru til baka með tvö stig í farteskinu eftir fjögurra marka sigur, 31:27. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik og hafði lengst af tögl...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
14227 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -