Efst á baugi
Sterkir Svíar meiddust í sigurleik á Egyptum
Svíar innsigluðu sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í kvöld með því að leggja Egypta í hörkuleik í Tele2 Arena í Stokkhólmi, 26:22, að viðstöddum 17 þúsund áhorfendum í frábærri stemningu. Meiðsli Jim Gottfridsson og Albin Lagergren...
Fréttir
HM2023: Forsetabikarinn – úrslit, staðan
Keppni milli liða sem höfnuðu í neðstu sætum riðlanna átta. Liðið sem vinnur keppnina hreppir forsetabikarinn (Presidents Cup) sem keppt hefur verið um frá HM 2007.Leikið verður í tveimur riðlum 18. til 23. janúar. Úrslitaleikirnir verða 25. janúar og...
Efst á baugi
Spánn í undanúrslit eftir tvíframlengdan háspennuleik
Spánverjar mæta Dönum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Þeir unnu Norðmenn í háspennu tvíframlengdum leik í Gdansk, 35:34. Daniel Dujshebaev skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í hreint frábærum...
Efst á baugi
Danir kjöldrógu Ungverja
Heimsmeistarar Danmerkur í handknattleik karla eru komnir í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla eftir að hafa rótburstað Ungverja með 17 marka mun, 40:23, í átta liða úrslitum í Stokkhólmi í kvöld. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum í Gdansk...
Efst á baugi
Markahæstur annað HM í röð – hverjir hafa skorað mest frá 1958?
Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á HM annað mótið í röð. Að þessu sinni skoraði hann 45 mörk í sex leikjum og eins kom fram á handbolta.is í fyrradag.Guðjón Valur Sigurðsson hefur oftast verið markahæstur íslensku landsliðsmannanna á...
Efst á baugi
Skipt verður um þjálfara hjá FH í vor
Núverandi þjálfarateymi meistaraflokks FH í handknattleik kvenna lætur af störfum í lok keppnistímabilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni handknattleiksdeildar FH á Facebook í dag. Í henni segir að um sameiginlega niðurstöðu sé að ræða milli þjálfaranna og...
Fréttir
Oddur framlengir dvölina hjá Balingen-Weilstetten
Oddur Gretarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samningi við þýska 2. deildarliðið Balingen-Weilstetten. Hann verður þar með hjá félaginu út keppnistímabilið í sumarbyrjun 2025. Reyndar er uppsagnarákvæði í samningnum að ári liðnu ef þurfa þykir.Oddur gekk til...
Fréttir
Svíar slá met í kvöld þrátt fyrir hátt miðaverð
Áhorfendamet verið slegið á heimaleik sænska landsliðsins í handknattleik karla í kvöld þegar liðið leikur við Egypta í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Tele2 Arena í Stokkhólmi. Reiknað er með að 17.000 áhorfendur verði viðstaddir. Fyrra met var sett...
Efst á baugi
FH-ingar mæta endurnærðir til leiks
Handknattleiksmenn FH koma endurnærðir og þar af leiðandi væntanlega fílefldir til leiks þegar keppni hefst að nýju í Olísdeild karla um mánaðamótin. FH-ingar eru þessa dagana á Puerto de la Cruz á norðurhluta Tenerife við æfingar. Þeir eru væntanlegir...
Efst á baugi
Molakaffi: Neagu, Görbicz, Radicevic, Alfreð, Zechel, Drux, Jacobsen
Rúmenska handknattleikskonan Cristina Neagu leikmaður CSM Búkarest varð á sunnudaginn þriðja handknattleikskonan til þess að skora yfir 1.000 mörk í Meistaradeildinni í handknattleik. Neagu skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í október 2009. Ungverjinn Anita Görbicz skoraði 1.016 mörk á...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
14223 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -