Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dregið í 32-liða úrslit – fær Sigurður ósk sína uppfyllta?

Bikarmeistarar Vals verða í fyrsta flokki en ÍBV í öðrum þegar dregið verður í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í fyrramálið. Íslensku liðin gætu þess vegna dregist saman.Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út flokkunina, skömmu eftir hádegið í...

Ómar Ingi mætir til leiks á ný – rannsóknum er lokið

Handknattleikamðurinn Ómar Ingi Magnússon er klár í slaginn á ný með þýska meistaraliðinu SC Magdeburg þegar heimsmeistaramót félagsliða (IHF Super Globe) hefst á morgun í Sádi Arabíu. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins.Ómar Ingi hefur ekki leikið með...

Molakaffi: Jakob, Gottfridsson, Pytlick, Gidsel, Davis

Kyndill, liðið sem Jakob Lárusson þjálfar, er eitt í efsta sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með níu stig eftir fimm leiki. Kyndill vann VÍF í Vestmanna í gær, 35:25. Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, skoraði 13 mörk fyrir...

Undankeppni EM2024: Úrslit 2. umferðar og staðan í riðlunum

Án miðjumannsins Luc Steins náði hollenska landsliðið í handknattleik karla sér ekki á strik í dag þegar það sótti gríska landsliðið heim til Chalkida í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins. Staffan Olsson, nýráðinn þjálfari hollenska landsliðsins var ráðalítill við stjórnvölin...
- Auglýsing-

Fjölnir/Fylkir fékk sín fyrstu stig

Þyrí Erla Sigurðardóttir, markvörður, og Guðrún Erla Bjarnadóttir léku afar vel í dag þegar Fjölnir/Fylkir vann ungmennalið Vals, 27:25, í Grill66-deild kvenna í handknattleik í Origohöllinni. Fjölnir/Fylkir krækti þar með í sín fyrstu stig á keppnistímabilinu.Þyrí Erla varði 15...

Engin vandræði hjá Tékkum í Tel Aviv

Tékkneska landsliðið átti ekki í teljandi erfiðleikum með landslið Ísraelsmenna í viðureign liðanna í 3. riðli undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Tel Aviv, lokatölur, 29:19. Liðin eru með íslenska og eistlenska landsliðinu í riðli.Tékkar, sem unnu Eistlendinga á...

Frábært svar við gærdeginum – ekki fleiri grísk lið

„Frammistaðan var mjög góð og var frábært svar við gærdeginum,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, í samtali við handbolta.is í dag eftir að ÍBV vann OFN Ionias frá Aþenu, 27:22, í síðari leik liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppni kvenna...

ÍBV ruddi þriðja gríska liðinu úr vegi

ÍBV tryggði sér í dag sæti í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik með öruggum sigri á O.F.N. Ionias, 27:22, í síðari viðureign liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Gríska liðið vann fyrri viðureignina í gær, 21:20. ÍBV...
- Auglýsing-

Dagskráin: Hlíðarendi og Heimaey

Tveir leikir eru á dagskrá meistaraflokka hér innanlands í dag.Grill66-deild kvenna:Origohöllin: Valur U - Fjölnir/Fylkir, kl. 16.Staðan og næstu leikir í Grill66-deildinni.Evrópubikarkeppni kvenna, síðari leikur:Vestmannaeyjar: ÍBV - O.F.N. Ionias, kl. 14 - sýndur á ÍBVTV.Ionias vann fyrri viðureignina, 21:20.

Molakaffi: Sandra, Harpa, Sunna, Alfreð, H71

Sandra Erlingsdóttir og samherjar í TuS Metzingen unnu stórsigur á TG Nürtingen í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær, 38:24.  Leikurinn fór fram í Theodor-Eisenlohr Sporthalle, heimavelli Nürtingen. Metzingen var yfir í hálfleik, 19:10. Liðið er þar með komið...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13717 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -