Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svekkjandi tap hjá Viktori Gísla og samherjum

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og samherjar hans í Nantes töpuðu naumlega fyrir meisturum PSG í dag, 35:32, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Leikmenn PSG náðu að stinga sér framúr á endalínunni, ef svo má segja, með því að...

Viggó markahæstur í kærkomnum sigri Leipzig

Viggó Kristjánsson átti stórleik fyrir SC DHfK Leipzig í dag þegar leikmenn liðsins ráku af sér slyðruorðið og sýndu sínar bestu hliðar þegar þeir lögðu liðsmenn Lemgo, 28:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó skoraði níu mörk og...

Annan leikinn í röð brást Orra Frey ekki bogalistin

Annan leikinn í röð geigaði ekki skot hjá Hafnfirðingnum Orra Frey Þorkelssyni í leik með Sporting Lissabon í portúgölsku 1.deildinni í handknattleik. Hann var með fullkomna nýtingu annan leikinn í röð þegar Sporting vann Póvora AC, 35:23, á útivelli...

Dagskráin: Endi bundinn á þriðju umferð

Þriðju umferð Grill 66-deilda karla og kvenna lýkur í dag með fjórum viðureignum. Hæst ber viðureign FH og Víkings í Grill 66-deild kvenna sem fram fer í Kaplakrika klukkan 18.Einnig verður keppni framhaldið í 2. deild karla. Hún hófst...
- Auglýsing-

Eftir sjö sigurleiki kom að tapi – baráttusigur Magdeburg

Eftir sigur í sjö fyrstu leikjunum á keppnistímabilinu tapaði MT Melsungen í gær fyrir Bergsicher, 32:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla. Mads Andersen skoraði sigurmark Bergischer beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Meðan þessu fór...

Molakaffi: Berta, Katrín og fleiri, Arnar, Halldór, Arnór, Óðinn, rekstur, Sostaric

Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk í tíu marka sigri Kristianstad, 31:21, í síðari leik liðsins við BK Heid í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í gær. Kristianstad vann báðar viðureignir liðanna samanlagt, 62:44. Katrín Tinna Jensdóttir skoraði sex mörk fyrir...

Sigur og tap hjá landsliðskonum í Þýskalandi

Sandra Erlingsdóttir og samherjar í TuS Metzingen unnu SV Union Halle-Neustadt með fimm marka mun á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld og færðust upp í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki.Á...

Grill 66karla: ÍR efst – Þór og Fjölnir skammt á eftir

ÍR-ingar halda sínu striki í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik. Þeir lögðu ungmennalið Víkings síðdegis, 37:28, í Skógarseli í 3. umferð deildarinnar.ÍR hefur þar með sex stig að loknum þremur leikjum. Sigurinn í dag var öruggur...
- Auglýsing-

Sigvaldi Björn skoraði þrjú mörk í stórleik í Hákonshöll

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í norska meistaraliðinu Kolstad unnu Elverum með fimm marka mun í uppgjöri tveggja stærstu liðanna í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla, 32:27.Leikið var í Hákonshöllinni í Lillehammer að viðstöddum liðlega 6.700 áhorfendum. Eins...

Eyjamenn sterkari á endasprettinum – fyrsta tap KA

KA tapaði sínum fyrsta leik í Olísdeild karla í dag í Vestmannaeyjum gegn ÍBV, 31:27. KA var marki yfir eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, 15:14. Hvort lið hefur þar með sex stig í fjórða til sjötta sæti ásamt Haukum. Valur...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16845 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -