Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Gísli voru á bak við 23 mörk meistaraliðsins

Þýskalandsmeistarar SC Margdeburg eru áfram í hópi fjögurra liða í 1. deildinni sem eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Magdeburg vann Göppingen í dag með fimm marka mun á útivelli, 31:26. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk...

Ágúst Elí stóð fyrir sínu

Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Ribe-Esbjerg frá upphafi til enda í gær þegar liðið sótti Skanderborg-Aarhus heim og gerði jafntefli, 33:33, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ágúst Elí varði 10 skot, 24%.Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og gaf...

Oddur og Daníel Þór eru áfram á sigurbraut

Íslensku handknattleiksmennirnir Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson eru áfram á sigurbraut með Balingen-Weilstetten í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Í annað sinn í þremur leikjum vann liðið sigur á andstæðingi sínum á elleftu stundu. Fyrir hálfum mánuði tryggði...

Gríðarlega svekkjandi tap

„Tapið var gríðarlega svekkjandi í jöfnum leik þar sem sigurinn gat alveg eins fallið með okkur,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður og fyrirliði BSV Sachsen Zwickau við handbolta.is í gær eftir að lið hennar tapaði með einu marki, 29:28,...
- Auglýsing-

Molakaffi: Grétar, Harpa, Sunna, Aðalsteinn, Ólafur, Jóhanna, Haukur, Jakob, Guðjón

Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson stóð sig afar vel og varði 18 skot, þar af voru tvö vítaköst, 36% markvarsla, þegar lið hans, Sélestat, tapaði með 13 marka mun fyrir PSG, 36:23, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær....

Fyrsti sigur Selfoss í fjögur ár

Selfoss hrósaði sigri í fyrsta leik liðsins í fjögur ár í Olísdeild kvenna í handknattleik, 32:25, gegn HK í Kórnum í Kópavogi í síðasta leik 1. umferðar. Nýliðar Selfoss voru með yfirhöndina frá upphafi til enda þótt sjö marka...

Sanngjörn niðurstaða í skemmtun í KA-heimilinu

KA og ÍBV fengu sín fyrstu stig er þau skiptu á milli sín stigunum tveimur sem voru í boði í KA-heimilinu í viðureign liðanna í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag, 35:35. Einar Rafn Eiðsson skoraði 12....

Martha hefur ákveðið að láta gott heita

Hin þrautreynda handknattleikskona Martha Hermannsdóttir mun vera hætt keppni í handknattleik og skórnir góðu komnir upp á hillu. Svo segir Akureyri.net í dag og víst er að Martha lék ekki með KA/Þór gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag í...
- Auglýsing-

ÍBV vann í sveiflukenndum leik

ÍBV vann þegar upp var staðið nauman sigur á KA/Þór í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 28:27, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13. Um tíma í síðari hálfleik náði...

Dagskráin: Umferðunum lýkur norðan heiða og sunnan

Fyrstu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag með tveimur leikjum, öðrum í Vestmannaeyjum og hinum í Kópavogi. Einnig verður í dag leidd til lykta önnur umferð Olísdeildar karla í þegar ÍBV leikur sinn fyrsta leik í deildinni á tímabilinu...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13687 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -