Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Orra Frey héldu engin bönd í Lissabon
Orra Frey Þorkelssyni héldu engin bönd í kvöld þegar hann var með fullkomna skotnýtingu, 10 mörk í 10 skotum, í 10 marka sigri Sporting Lissabon á Belenenses, 37:27, í sjöttu umferð portúgölsku 1. deildarinnar. Þetta var allra besti leikur...
Efst á baugi
Kvöldkaffi: Arnór, Andrea, Heiðmar, þríeyki, Berta, Róbert, Ásgeir, Dagur, Hafþór, Sigvaldi
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro unnu í kvöld Skjern, 24:23, í grannaslag í Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. TTH Holstebro er þar með komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig að loknu sjö...
Fréttir
Fram hafði nokkra yfirburði að Varmá
Fram vann öruggan sigur á Aftureldingu í kvöld að Varmá í upphafsleik 5. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik, 35:26, og hefur þar með önglað saman sex stigum. Aftureldingarliðið er áfram með tvö stig í sætunum fyrir ofan Stjörnuna og...
Efst á baugi
Kári Kristján tekur út leikbann á laugardaginn
Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV og Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur var á vef HSÍ í dag. Kári Kristján...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Handkastið: Ákvörðunin var ekki tekin eftir leikinn við KA
„Þegar verkefnin eru orðin of mörg þá kemur að því að maður verður að viðurkenna það og staldra við,“ segir Patrekur Jóhannesson í samtali við nýjasta þátt Handkastsins spurður um ástæður þess að hann hætti óvænt á laugardaginn þjálfun...
Efst á baugi
Æfingahópar 16 og 18 ára landsliða kvenna valdir
Valdir hafa verið æfingahópar 16 og 18 ára landsliða kvenna sem koma saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu 11. til 15. október. Æfingatímar birtast inn á Sportabler á næstu dögum en annars veita þjálfarar nánari upplýsingar, segir í tilkynningu frá...
Efst á baugi
„Agalegur skellur fyrir okkur“
„Alvarleg meiðsli Britney eru agalegur skellur fyrir okkur og hana,“ sagði Sigurður Bragason þjálfari bikarmeistara ÍBV í samtali við handbolta.is en eins og kom fram á mánudaginn þá sleit Britney Cots vinstri hásin þegar átta mínútur voru til leiksloka...
Efst á baugi
Dagskráin: Grannliðin mætast að Varmá
Fimmta umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með einni viðureign. Grannliðin Afturelding og Fram mætast a Varmá klukkan 19.30.Afturelding situr í sjötta sæti Olísdeildar með tvö stig að loknum fjórum leikjum. Fram er tveimur stigum og tveimur sætum ofar.Fimmtu...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Molakaffi: Dagur, Þorgils, Ólafur, Phil, Ari, Kristín, Dujshebaev, Wolff
Hvorki Dagur Sverrir Kristjánsson né Þorgils Jón Svölu- Baldurson skoruðu fyrir HF Karlskrona þegar liðið tapaði í gær fyrir HK Aranäs, 33:30, á útivelli í fjórðu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með HF Karlskrona...
Efst á baugi
Guðmundur Þórður og Halldór Jóhann unnu
Guðmundur Þórður Guðmundsson og Halldór Jóhann Sigfússon stýrðu liðum sínum til sigurs í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í kvöld. Íslendingarnir í Ribe-Esbjerg máttu á hinn bóginn bíta í súra eplið í heimsókn til Bjerringbro/Silkeborg.Einar Þorsteinn Ólafsson lék með...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17597 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -




