- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur hrósaði sigri í thansen ARENA

Guðmundur Þórður Guðmundsson fagnaði sigri í kvöld með sínum liðsmönnum í Fredericia HK þegar þeir lögðu lærisveina Arnórs Atlasonar í TTH Holstebro, 27:24, þegar 12. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar hófst. Leikið var í thansen ARENA í Fredericia. Einar Þorsteinn Ólafsson lék...

Fimmta tap meistaranna – Ljónin lögðu Leipzig

Heiðmar Felixson og liðsmenn Hannover-Burgdorf voru fimmta liðið til þess að leggja meistara THW Kiel í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik á keppnistímabilinu, 36:33, á heimavelli. Heiðmar er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf þriðja keppnistímabilið í röð. Með sigrinum komst...

Kveður Flensburg næsta sumar og rær á önnur mið

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson kveður þýska liðið Flensburg-Handewitt næst vor þegar samningur hans við félagið rennur sitt skeið. Flensburg sagði frá þessu í dag. Teitur Örn gekk til liðs við Flensburg haustið 2021 og lék talsvert stórt hlutverk hjá...

Veikindi og meiðsli settu strik í reikninginn í Zwickau

Vængbrotið liði BSV Sachsen Zwickau tapaði fyrir meisturum Bietigheim 40:21, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna í gær. Díana Dögg Magnúsdóttir, lét veikindi, ekki koma í veg fyrir að taka þátt í leiknum. Hún skoraði sex...
- Auglýsing-

Kærkominn sigur hjá Andreu

Andrea Jacobsen og samherjar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg-Voel unnu kærkominn sigur á grannliðinu Bjerringbro, 36:30, í heimsókn til Bjerringbro í gær. Andrea skoraði eitt mark í leiknum og átti eina stoðsendingu í fjórða sigurleik Silkeborg-Voel í deildinni í 11...

Einstefna á Ásvöllum

ÍBV steinlá fyrir Haukum, 38:17, í upphafsleik 9. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í gær. Haukar, sem eru einir efstir í Olísdeildinni eftir leikinn, voru með 11 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 21:10. Vegna afar mikilla skakkfalla...

Molakaffi: Sigvaldi, Róbert, Dana, Arnar, Tryggvi, Jóhanna, Aldís, Katrín, Harpa

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik skoraði sex mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Kolstad vann Bergen Håndball, 36:23, í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar á heimavelli í gær.  Róbert Sigurðarson og félagar í Drammen töpuðu fyrir  Elverum, 35:27,...

Óskar Bjarni tekur sæti í þjálfarateymi landsliðsins

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik, hefur tekið sæti í þjálfarateymi karlalandsliðsins í handknattleik. Óskar Bjarni var við hliðarlínuna á dögunum þegar leikið var við Færeyinga í Laugardalshöll. Einnig tók hann þátt í æfingum landsliðsins í síðustu...
- Auglýsing-

Dagskráin: Haukar taka á móti ÍBV

Níunda umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með viðureign á Ásvöllum. ÍBV sækir Hauka heim og stendur til að flauta til leiks klukkan 19.30. Til stóð að leikurinn færi fram á laugardaginn en honum var flýtt vegna þátttöku ÍBV...

Molakaffi: Bjarki, Handkastið, Jóhann, Karen, Preuss, Weber

Bjarki Sigurðsson fyrrverandi handknattleiksmaður hjá Val er um þessar mundir verkefnastjóri HSÍ í sjónvarpsmálum. Hann er í ítarlegu viðtali um endurvarp mynda frá handboltaleikjum í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Handkastið sem kom út í gærkvöld.  Margir hafa verið með böggum...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18148 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -