Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

IHF hefur ekki gefist upp á nýja boltanum

Þrátt fyrir vægast afar blendnar viðtökur við nýja handboltanum, sem skal nota án harpix, hafa stjórnendur Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki gefist upp við að nota boltann á mótum. Sambandið hefur kostað miklu til við þróun boltans á undanförnum árum....

Dagskráin: Mikilvæg stig í boði í leiknum í Skógarseli

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. ÍR-ingar fá leikmenn ÍBV í heimsókn í íþróttahúsið sitt nýja og glæsilega í Skógarseli í Breiðholti. Flautað verður til leiks klukkan 18. Um er að ræða leik sem...

Molakaffi: Jakob, Egill, Sveinn, Katrín, Rakel, Dana, Halldór, Landin

Kyndill undir stjórn Jakobs Lárussonar vann VÍF í keppnishöllinni í Vestmanna í gær, 26:21, í úrvalsdeild kvenna í Færeyjum, 26:21. Kyndill heldur þar með öðru sæti deildarinnar níu stigum á eftir H71 sem hefur sem fyrr talsverða yfirburði í...

Bikarmeistarar í 5. flokki – myndir

Fyrir hádegið í dag, sunnudag, var í fyrsta sinn leikið til úrslita í Poweradebikarnum í 5. flokki karla og kvenna samhliða bikardögum Handknattleikssambands Íslands í Laugardalshöll. Þessari nýbreytni var vel tekið og nutu börnin sín að leika í frábærri...
- Auglýsing-

Fram og HK fögnuðu í Höllinni – myndir

HK varð í dag bikarmeistari í 3. flokki kvenna þegar leikið var til úrslita á lokadegi Poweradebikarhátíðarinnar í Laugardalshöll sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudaginn. Fram er bikarmeistari í 3. flokki karla og einnig í 4. flokki karla,...

Gísli Þorgeir atkvæðamikill að vanda – úrslit dagsins í Þýskalandi

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá SC Magdeburg í dag þegar liðið vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, Hamm-Westfalen, 36:27, á útivelli. Sigurinn var öruggur og m.a. munaði átta mörkum að loknum fyrri hálfleik,...

Bikarmeistarar í 6. flokki – myndir

Á laugardagsmorgun var í fyrsta sinn leikið til úrslita í Poweradebikarnum í 6. flokki karla og kvenna samhliða bikardögum Handknattleikssambands Íslands. Þessari nýbreytni var vel tekið og nutu börnin sín að leika í frábærri umgjörð í Laugardalshöll. Ljóst er...

Óðinn Þór átti stórleik – Kadetten í bikarúrslit

Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í Sviss. Kadetten lagði þá GC Amicitia Zürich, 38:27, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir...
- Auglýsing-

Dagskráin: Fimmti og síðasti dagur bikarveislunnar

Fimmti og síðasti dagur Poweradebikar hátíðarinnar í handknattleik stendur yfir í Laugardalshöll í dag. Hófst hátíðin klukkan níu í morgun með úrslitaleikjum í 5. flokki karla og kvenna, yngri og eldri liða. Eftir hádegið taka við 4. flokkur karla...

Molakaffi: Andrea, Aron, Bjarki, Sandra, Teitur, Hannes, Örn, Tumi

Andrea Jacobsen hélt upp á nýjan samning sinn með EH Aalborg í gær og skoraði fjögur mörk í fimm marka sigri liðsins á Ringsted, 30:25, á heimavelli í næst efstu deild dönsku 1. deildarinnar í handknattleik. EH Alaborg er...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16415 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -