Eva Björk Davíðsdóttir hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til næstu tveggja ára, eða út leiktíðina í sumarbyrjun 2026. Eva Björk hefur verið ein kjölfesta Stjörnuliðsins síðan hún kom til félagsins sumarið 2020 og var m.a. fjórða markahæst...
Fyrsti leikur kvennalandsliðsins í handknattleik á Evrópumótinu verður föstudaginn 29. nóvember gegn Hollendingum. Til stendur að flautað verði til leiks klukkan 17 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki. Síðar um kvöldið eigast við Þýskaland og Úkraína.
Sjá einnig:Íslenska landsliðið leikur...
Carlos Martin Santos tekur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Selfossi af Þóri Ólafssyni. Handknattleiksdeild Selfoss staðfesti ráðninguna í tilkynningu í gærkvöld en áður hafði fréttin m.a. verið sögð í hlaðvarpsþætti á vegum félagsins fyrr í vikunni.
Carlos er ráðinn til...
https://www.youtube.com/watch?v=M0Da96Rn3-0
(upptaka á farsíma handbolta.is)
Haukar unnu upp þriggja marka forskot Fram á liðlega tveimur síðustu mínútum fyrsta leiks liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Leikmenn Hauka unnu boltann þegar 26 sekúndur voru til leiksloka. Fram var marki...
Þórsarar jöfnuðu metin í úrslitum umspilseinvígis liðsins við Fjölni í kvöld með sigri á Íþróttahöllinni á Akureyri, 25:20, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6. Þar með hefur hvort lið einn vinning. Þau mætast...
„Við byrjuðum mjög vel og vorum bara eina liðið á vellinum fyrstu 15 til 20 mínúturnar,“ sagði Ásdís Ágústsdóttir við handbolta.is eftir öruggan sigur Vals á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda...
„Við byrjuðum leikinn bara ekki nógu snemma. Ef leikurinn hefði verið lengri hefðum við náð þeim," sagði Ásdís Guðmundsdóttir leikmaður ÍBV vonsvikin eftir sex marka tap ÍBV fyrir Val í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik...
Rakel Dögg Bragadóttir hefur þjálfari U18 ára landsliðs kvenna í handknattleik hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kína 14. – 25. ágúst. Mikill undirbúningur er framundan í sumar hjá liðinu og m.a....
Hartmut Mayerhoffer sem þjálfað hefur þýska 1. deildarliðið HC Erlangen frá Nürnberg var leystur frá störfum í morgunn í kjölfar afar slaks árangurs liðsins á undanförnum vikum. Mayerhoffer var ráðinn til Erlangen á síðasta sumri og var m.a. tekinn...
Króatíska handknattleikssambandið hefur úrskurðað Marko Bezjak leikmann RK Nexe í eins árs keppnisbann fyrir að missa stjórn á sér í kappleik og m.a. ráðast á eftirlitsdómara í viðureign RK Nexe og Zagreb í 7. apríl.
Veselin Vujovic, sem var í...
Undanúrslit Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld. Deildar- og bikarmeistarar Vals taka á móti ÍBV á Hlíðarenda klukkan 18. Fljótlega eftir að flautað verður til leiksloka í N1-höll Valsara taka leikmenn Fram og Hauka við keflinu á heimavelli...
Jens Bürkle þjálfari þýska 1. deildarliðsins Balingen-Weilstetten hefur verið leystur frá störfum. Liðið rekur lestina í deildinni þegar sex umferðir eru eftir. Í nóvember á síðasta ári var tilkynnt að Bürkle léti af störfum í lok tímabilsins og réri...
„Við gerðum alltof marga tæknifeila, alls 13 í síðari hálfleik. Það er bara alltof dýrt,“ sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfari Gróttu eftir fjögurra mark tap fyrir Aftureldingu, 28:24, í fyrsta leiknum í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna að Varmá í...
Afturelding tók forystu í umspilskeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með sanngjörnum fjögurra marka sigri á Gróttu, 28:24, að Varmá. Mosfellingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Næsta viðureign liðanna verður í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn klukkan...
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur á síðustu vikum skrifað undir nýja samninga við nokkra leikmenn liðsins. Fjölnir leikur í Grill 66-deild kvenna á næsta keppnistímabili eins og á nýliðnum vetri.
Þyri Erla Sigurðardóttir markvörður sem er uppalin hjá félaginu. Hún hefur verið...