FH-ingar unnu ÍBV, 36:28, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í gær. FH hefur þar með tvo vinninga en Eyjamenn engan. Deildarmeisturum FH vantar einn vinning til viðbótar til þess að tryggja sér...
Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik flytur til Þýskalands í sumar og verður leikmaður þýska 1. deildarliðsins Blomberg-Lippe frá og með næsta keppnistímabili. Hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Frá þessu er greint á heimasíðu Blomberg-Lippe í...
Grótta jafnaði metin í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að leggja Aftureldingu, 31:27, í annarri viðureign liðanna sem fram fór í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Liðin hafa þar með hvort sinn vinninginn og mætast í þriðja...
Karlalið Vals lagði af stað til Rúmeníu snemma í morgun en liðsins bíður á sunnudaginn síðari viðureignin við rúmenska liðið Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Eftir átta marka sigur á heimavelli á sunnudaginn, 36:28, stendur Valur...
Sigvaldi Björn Guðjónsson, fyrirliði norska meistaraliðsins Kolstad, skoraði fimm mörk þegar liðið vann Drammen, 32:26, í fyrstu umferð undanúrslita úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikur fór fram í Kolstad Arena í Þrándheimi.
Róbert Sigurðarson lét til sín í taka í...
Handknattleiksmarkvöðurinn Arnór Freyr Stefánsson hefur ákveðið að taka fram keppnisskóna á nýjan leik og ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍR. Arnór Freyr lék síðast með Stjörnunni leiktíðina 2022/2023 en dró saman seglin fyrir ári og varð markvarðaþjálfari Stjörnunnar...
Pólska meistaraliðið Industria Kielce vann Evrópumeistara SC Magdeburg með eins marks mun, 27:26, í fyrra viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Kielce í Póllandi í kvöld. Liðin mætast öðru sinni í Magdeburg eftir...
https://www.youtube.com/watch?v=bypkCIEYWzE
„Þetta var bara geggjað, allt fyrir áhorfendur, sveiflur og síðan alvöru spenna í lokin. Ég held að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson leikmaður Aftureldingar glaður í bragði í samtali við handbolta.is eftir sigur Aftureldingar...
Afturelding vann Val með þriggja marka mun, 28:25, að Varmá í kvöld í stórskemmtilegum handboltaleik í húrrandi stemningu að kvöldi síðasta vetrardags að Varmá í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Aftureldingarliðið lék frábærlega síðustu 10...
Eva Björk Davíðsdóttir hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til næstu tveggja ára, eða út leiktíðina í sumarbyrjun 2026. Eva Björk hefur verið ein kjölfesta Stjörnuliðsins síðan hún kom til félagsins sumarið 2020 og var m.a. fjórða markahæst...
Fyrsti leikur kvennalandsliðsins í handknattleik á Evrópumótinu verður föstudaginn 29. nóvember gegn Hollendingum. Til stendur að flautað verði til leiks klukkan 17 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki. Síðar um kvöldið eigast við Þýskaland og Úkraína.
Sjá einnig:Íslenska landsliðið leikur...
Carlos Martin Santos tekur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Selfossi af Þóri Ólafssyni. Handknattleiksdeild Selfoss staðfesti ráðninguna í tilkynningu í gærkvöld en áður hafði fréttin m.a. verið sögð í hlaðvarpsþætti á vegum félagsins fyrr í vikunni.
Carlos er ráðinn til...
https://www.youtube.com/watch?v=M0Da96Rn3-0
(upptaka á farsíma handbolta.is)
Haukar unnu upp þriggja marka forskot Fram á liðlega tveimur síðustu mínútum fyrsta leiks liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Leikmenn Hauka unnu boltann þegar 26 sekúndur voru til leiksloka. Fram var marki...
Þórsarar jöfnuðu metin í úrslitum umspilseinvígis liðsins við Fjölni í kvöld með sigri á Íþróttahöllinni á Akureyri, 25:20, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:6. Þar með hefur hvort lið einn vinning. Þau mætast...
„Við byrjuðum mjög vel og vorum bara eina liðið á vellinum fyrstu 15 til 20 mínúturnar,“ sagði Ásdís Ágústsdóttir við handbolta.is eftir öruggan sigur Vals á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda...