Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikarkeppni kvenna (bikarkeppni HSÍ) í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 þegar leikmenn Hauka og ríkjandi bikarmeistara Vals mætast. ÍBV og Selfoss eigast við klukkan 20.15 í síðari viðureigninni. Sigurliðin...
Slóveninn Ales Pajovic hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun austurríska karlalandsliðsins. Nýi samningurinn gildir til ársins 2025. Pajovic tók við þjálfun landsliðsins af Patreki Jóhannessyni eftir HM árið 2019. Mikil ánægja ríkir með störf Slóvenans. Austurríska landsliðið...
Pólska meistaraliðið Kielce birti í morgun myndskeið þar sem handknattleiksmaður Haukur Þrastarson heilsar upp á samherja sína eftir æfingu liðsins. Haukur sleit krossband í hné í byrjun desember og hefur sinnt endurhæfingu á Selfoss eftir aðgerð sem fram fór...
Bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna hafa orðið fyrir miklu áfalli. Sara Sif Helgadóttir markvörður leikur ekkert meira með liðinu á keppnistímabilinu. Þetta staðfesti Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals, í samtali við handbolti.is fyrir stundu. Sara Sif meiddist síðla í...
Fram hefur samið við handknattleikskonurnar Beglindi Þorsteinsdóttur og Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur fyrir næsta keppnistímabili. Báðar leika þær nú með HK en hafa verið talsvert frá keppni vegna meiðsla á leiktíðinni.
Berglind Þorsteinsdóttir er vinstri skytta og afar sterkur varnarmaður sem...
„Forráðamenn Minden reyndu að fá mig til félagsins í október á síðasta ári þegar meiðsli herjuðu á leikmannahóp liðsins. Stjórnendur Skövde tóku það ekki til greina en sambandið rofnaði ekki. Þess vegna má segja að það hafi átt sinn...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið saman myndskeið með fimm bestu mörkunum sem skoruð voru í riðlakeppni Meistaradeildar karla á keppnistímabilinu.
Riðlakeppninni lauk á dögunum. Orri Freyr Þorkelsson hornamaður Noregsmeistara Elverum skoraði eitt markanna fimm í heimaleik við franska liðið...
Max Emil Stenlund hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við handknattleiksdeild Fram. „Max er ung og efnileg hægri skytta sem leggur hart að sér. Hann á sér sæti í yngri landsliðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram af...
Rúnar Kárason reiknar með að leika á ný með ÍBV eftir þrjár til fjórar vikur. Hann hefur ekkert leikið með ÍBV eftir að keppni í Olísdeildinni hófst í byrjun febrúar og hefur svo sannarlega verið skarð fyrir skildi hjá...
Kátt var á hjalla í Laugardalshöll í gær eftir að íslenska landsliðið í handknattleik karla lagði Tékka með níu marka mun, 28:19, í undankeppni Evrópumótsins.
Meðal áhorfenda var forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, sem er dyggur stuðningsmaður landsliðsins að...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla steig stórt skref í átt til þess að tryggja sér efsta sæti í 4. riðli undankeppni Evrópumótsins með sigrinum á Tékkum í Laugardalshöll í gær, 28:19. Þar með hefur Ísland betri stöðu í innbyrðis...
Stiven Tobar Valencia lék sinn fyrsta landsleik á heimavelli í gær þegar íslenska landsliðið lék við Tékka og vann með níu marka mun, 28:19, í undankeppni EM. Leikurinn fór fram fyrir framan á þriðja þúsund áhorfendur í endurbættri Laugardalshöll.
Stiven...
Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur framlengt samning sinn við danska 1. deildarliðið EH Aalborg. Andrea gekk til liðs við félagið fyrir ári frá Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið afar vel á leiktíðinni og tekið miklum framförum. EH...
Viggó Kristjánsson fékk högg á munninn í viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handknattleik í gær með þeim afleiðingum að vörin sprakk. Blæddi nokkuð og mátti Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins hafa sig allan við að...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var næst markahæstur í finnska landsliðinu í gær með fimm mörk í tapleik fyrir Slóvökum, 32:25, í síðari viðureign liða þjóðanna í Hlohovec í Slóvakíu í gær. Slóvakar og Finnar eru í þriðja og fjórða sæti...