Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður heldur áfram að fara á kostum á milli stanganna í kappleikjum. Hún lokaði marki Ringköbing á löngum köflum í gær þegar lið hennar vann Skanderborg, 28:20, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Það kom því ekki...
Sigþór Gellir Michaelsson fór mikinn í kvöld þegar Vængir Júpiters unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í Grill66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í kvöld er liðsmenn Berserkja komu í heimsókn. Sigþór Gellir gekk nær því berserksgang og skoraði...
ÍR tyllti sér á topp Grill66-deildar kvenna í kvöld með fimm marka sigri á Gróttu í Austurbergi, 25:20. ÍR komst stigi upp fyrir FH og Selfoss sem eiga leik til góða. Á sama tíma vann Víkingur öruggan sigur á...
KA-menn lentu á vegg í Kaplakrika í kvöld er þeir sóttu FH-inga heim í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Frábær vörn og framúrskarandi frammistaða Phil Döhler lagði grunn að sjö marka sigri FH-inga, 28:21. KA-liðið átti á brattann...
Haukar fóru upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með auðveldum sigri á HK, 30:24, í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Haukar voru mikið öflugri í leiknum. Mestur varð munurinn 12 mörk, 27:15.Lengst af var...
ÍBV batt enda á fjögurra leikja sigurgöngu Fram í kvöld í íþróttahúsi Fram er liðin mættust í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Eyjamenn voru sterkari í síðari hálfleik og unnu með fjögura marka mun, 32:28 og komust þar...
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þór leika ytra báða leiki sína við spænsku bikarmeistarana CB Elche í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Frá þessu er greint á Akureyri.net.Þar er haft eftir Erlingi Kristjánssyni formanni kvennaráðs KA/Þórs að forráðamenn beggja félaga hafi...
Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk í gær þegar Flensburg vann HC Motor, 34:27, í Meistaradeild Evrópu og átti drjúgan þátt í fyrsta sigri þýska liðsins í Meistaradeildinni á tímabilinu. Segja má um Teit Örn að hann sé þekktur...
Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru að ná sér á strik í þýsku 1. deildinni eftir erfiða byrjun í haust. Þeir unnu annan leik sinn í röð í gærkvöld er þeir lögðu Balingen, 34:23, á heimavelli....
Eins og e.t.v. flestir reiknuðu með þá lagði efsta lið Olísdeildar kvenna, Fram, neðsta liðið, Aftureldingu í viðureign liðanna að Varmá í kvöld. Sigurinn var hinsvegar torsóttari fyrir Framara en staða liðanna í deildinni gefur til kynna. Aftureldingarliðið veitti...
Stjarnan varð fyrst liða til þess að vinna Íslands- og bikarmeistara Vals í Olísdeildinni á þessu tímabili í upphafsleik 6. umferðar í TM-höllinni í kvöld, 36:33. Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12, og náði mest níu ...
Ákveðið hefur verið að salta í um mánaðartíma leik Selfoss og Gróttu í 6. umferð Olísdeildar karla sem fram átti að fara í Sethöllinni á Selfossi annað kvöld. Í tilkynningu frá HSÍ segir að þetta sér gert í vegna...
Ómar Ingi Magnússon er í úrvalsliðið 8. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir stórleik sinn með SC Magdeburg á sunnudaginn þegar lið hans vann ríkjandi meistara í Þýskalandi, THW Kiel, í Kiel 29:27.Þetta er í fjórða sinn sem...
Frágengið er að Janus Daði Smárason verður leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad á næsta sumri. Frá þessu greindi TV2 í gærkvöld.Forráðamenn Kolstad hafa uppi háleit markmið um að byggja upp stórveldi í evrópskum handknattleik á næstu árum. Kjölfesta verkefnisins...
Nóg verður um að vera í Olísdeildum kvenna og karla í kvöld þegar keppni hefst í fimmtu umferð í kvennaflokki en í sjöttu umferð hjá körlunum. Önnur viðureignin í Olísdeild karla er sannkallaður toppslagur.Þeir gerast vart stærri leikirnir, svo...