„Æfingamótið í Noregi kom að mínu mati vel út þótt spilamennskan hjá okkur hafi verið upp og ofan. Við vitum betur hvar við stöndum og hvers megi vænta,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara U20 ára landsliðsins í handknattleik...
Skrifstofa HSÍ byrjaði í dag miðasölu fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar 2023. Miðasalan fer í fram í netverslun HSÍ og hófst klukkan 14.
Slóðin í netverslun HSÍ er: https://www.hsi.is/shop/
HSÍ hefur tryggt...
Bakslag er í meiðslum norsku handknattleiksstjörnunnar Sander Sagosen. Hann fer í aðra aðgerð á ökkla í upphafi vikunnar, eftir því sem TV2 í Noregi sagði frá í gær. Sagosen ökklabrotnaði í leik fyrir um mánuði og fór þá fljótlega...
Norska landsliðið varð í dag heimsmeistari í handknattleik kvenna meðal landsliða skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri. Norska liðið vann Evrópumeistara U19 ára frá síðasta ári, lið Ungverja, með tveggja marka mun, 31:29, í úrslitaleik í Celje í Slóveníu....
Þriðji flokkur KA gerði það aldeilis gott á Granolles cup mótinu á Spáni sem lauk í dag. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og höfnuðu í þriðja sæti mótsins í flokki 21 árs og yngri. Leikmenn KA-liðsins eru á aldursbilinu...
Mörgum til ómældrar gleði fer Partille cup-mótið í handknattleik fram í Gautborg þetta árið eftir að hafa legið niðri undanfarin tvö ár. Eftir því sem fram kemur á íslenskri Facebook síðu mótsins er reiknað með að ríflega 600 leikmenn,...
Við athöfn eftir að lokið var við að draga í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2023 í Katowice í Póllandi í gær var Janus Czerwinsky fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands heiðraður af Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, fyrir ævistarf sitt við handknattleik.Hassan...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í afar erfiðum riðli í heimsmeistaramótinu í janúar nk. Andstæðingarnir verður Portúgal og Ungverjaland sem voru ekki með íslenska landsliðinu í riðli á EM í janúar. Þetta verður þriðja mótið í röð þar...
Dómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hefur vísað frá kröfu rússneska handknatteikssambandsins um að leikbann rússneskra landsliða og félagsliða verði fellt úr gildi.
Framkvæmdastjórn EHF ákvað 28. febrúar að félagsliðum og landsliðum Rússlands og Hvíta-Rússlands megi ekki keppa á mótum á...
Rússneska landsliðskonan Daria Dmitrieva hefur skrifað undir eins árs lánasamning við Krim Ljubljana. Dmitrieva er ein fremsta handknattleikskona Rússa. Hún er samningsbundin CSKA Moskvu. Dmitrieva er önnur rússneska landsliðskonan á tveimur dögum sem færir sig um set frá heimalandinu...
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að kostnaður vegna þátttöku yngri landsliðanna á ýmsum mótum í sumar nemi um 50 milljónum króna. Inni í upphæðinni er ekki laun þjálfara og annarra aðstoðarmanna auk ýmiskonar annars kostnaður s.s. tryggingar,...
Eftir að Bandaríkin tryggðu sér sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í gærkvöld liggja nöfn 27 þátttökuþjóða fyrir þegar rétt rúmur sólarhringur er þangað til dregið verður í riðla heimsmeistaramótsins sem haldið verður í Póllandi og Svíþjóð 11. -...
Bandaríkin unnu Grænland, 33:25, í úrslitaleik undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í gærkvöld í Mexíkóborg. Bandaríska landsliðið fær þar með eina farseðilinn sem er í boði fyrir ríki Norður Ameríku og Karabíahafsríkja á HM sem fram fer í Svíþjóð...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði með þriggja marka mun fyrir norskum jafnöldrum sínum í fyrstu umferð á æfingamóti í Lübbeck i Þýskalandi í kvöld, 32:29. Norðmenn voru einnig með þriggja marka forskot...
Undirbúningur að byggingu fjölnota þjóðarhallar m.a. fyrir íþróttir í Þórshöfn í Færeyjum er kominn á fullan skrið. Fjármögnun er í höfn og er áformað að keppnishöllin verði opnuð undir lok næsta árs. Þetta staðfestir Heðin Mortensen borgastjóri í Þórshöfn...