Keppni í millriðlum þrjú og fjögur hófust í dag en alls verða þrír leikdagar í hverjum milliriðlanna fjögurra. Auk sigurs Sviss á Íslandi þá marði franska landsliðið það alsírska, 29:26, í hörkuleik þar sem Alsíringar gáfu gömlu herraþjóðinni...
Tveir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í dag en um var að ræða leiki sem var frestað fyrr í vetur sökum Covid19. Í Rúmeníu áttust við Valcea og Buducnost þar sem heimastúlkur byrjuðu þann leik mun betur og...
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik í kvöld þegar lið hennar og Steinunnar Hansdóttur, Vendsyssel, vann langþráðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í heimsókn til Skanderborg, 28:24. Þetta var fyrsti sigur Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni...
Leikurinn við Sviss í dag var sá sextugasti og níundi sem íslenskt landslið leikur á heimsmeistaramóti í handknattleik karla á þessari öld. Aðeins einu sinni áður í leikjunum 69 hefur landsliðið skorað færri mörk en það gerði í dag....
Stjarnan hefur orðið fyrir blóðtöku rétt áður en keppni hefst á ný í Olísdeild karla í handknattleik. Örvhenta skyttan Hafþór Már Vignisson, sem kom til félagsins, í sumar sem leið, frá ÍR, handarbrotnaði á dögunum í æfingaleik við...
Norski landsliðsmaðurinn Bjarte Myrhol er enn verkjaður í öxlinni en lætur sig hafa það að leika með norska landsliðinu á HM: Myrhol, sem er samherji Elvars Arnar Jónssonar hjá Skjern, gekkst undir aðgerð í september og vann hörðum höndum...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Sviss í dag í fyrsta leik strákanna okkar í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Nítján leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á...
Kvennalið Selfoss í handknattleik, sem leikur í Grill 66-deild kvenna varð fyrir áfalli á dögunum, þegar danski markvörðurinn Henriette Ostergaard sleit hásin á æfingu. Þetta staðfesti Örn Þrastarson, þjálfari liðsins, við handbolta.is. Örn sagði Ostergaard fara í aðgerð í...
„Ég slapp við það versta. Aðrir tóku höggin á sig,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við handbolta.is í gær, daginn eftir sigurleikinn við Marokkó á heimsmeistaramótinu en í leiknum, sem Ísland vann 31:23, var talsvert...
Riðlakeppni HM í handknattleik karla lauk í kvöld þegar sjö leikir fóru fram. Í A-riðli tapaði þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fyrir bráðgóðu liði Ungverja, 29:28. Ungverjar hafa þar með fjögur stig í farteskinu í milliriðil en Þýskaland...
Tveir leikir voru á dagskrá í Olísdeild kvenna í kvöld en ráðgert var að heil umferð færi fram en leikjum ÍBV og Hauka annarsvegar og Stjörnunnar og Fram hinsvegar var frestað. Báðir leikir kvöldsins voru ójafnir. KA/Þór vann...
Íslenska landsliðið í handknattleik flutti sig um set í dag. Yfirgaf hótelið sem það hefur dvalið á í rúma viku í New Capital borgarhlutanum í Kaíró og kom sér fyrir á hóteli nærri Giza-sléttunni ekki langt frá þeim stað...
„Við erum gríðarlega stoltir af árangri okkar. Jafntefli við Króata í fyrstu umferð gerir árangurinn ennþá stærri vegna þess að nú förum við með stig áfram inn í milliriðilinn,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í samtali við handbolta.is rétt...
Tölfræðiveitan HBStatz hefur tekið saman einkunnir leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik sem nú tekur þátt í heimsmeistaramótinu eftir þrjá fyrstu leikina. Einkunninn er byggð á ýmsum tölfræðiþáttum sem HBStatz hefur tekið saman í hverjum leik íslenska liðsins á mótinu.Samkvæmt...
„Það hefur verið skemmtilegt að takast á við nýja hluti, flytja til útlanda og búa einn. Maður hefur þroskast mikið á hálfu ári. Það alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt og spennandi,“ sagði Eyjapeyinn Elliði Snær Viðarsson...