Ágúst Birgisson og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir voru valin handknattleiksfólk ársins 2021 hjá FH undir lok nýliðins árs. Karen Hrund Logadóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH og mun spila með liðinu út keppnistímabilið. Karen Hrund, sem kemur að láni...
Fjórtán dagar verða að líða frá því að leikmaður greinist smitaður af covid þangað til að hann fær að taka þátt í leikjum Evrópumótsins í handknattleik karla sem hefst 13. janúar í Ungverjalandi og Slóvakíu.Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest...
Sveinn Jóhannsson landsliðsmaður í handknattleik meiddist á hné á æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Frá þessu er greint á vef RÚV þar sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari staðfestir ótíðindin.„Við vitum ekki stöðuna á honum eins og hann er núna....
Tveir leikmennn FH, Phil Döhler markvörður, og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson eru í liði desembermánaðar í Olísdeild karla hjá tölfræðiveitunni HBStatz sem valið hefur úrvalslið í hverjum mánuði sem liðinn er af núverandi keppnistímabili.Liðið er sett saman eftir gögnum...
„Okkur þykir ekki forsvaranlegt eins og ástandið er í samfélaginu að blanda saman fjölmennum hópum unglinga frá mörgum félögum víðsvegar að til þriggja daga æfinga. Þess vegna tókum við þá ákvörðun að hætta við æfingar unglingalandsliðanna að þessu sinni,“...
Stjarnan á fjóra af sjö leikmönnum í liði desembermánaðar í Olísdeild kvenna samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz á frammistöðu leikmanna. Stjarnan vann báðar viðureignir sína í desember nokkuð örugglega, þar á meðal gegn Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs á heimavelli.Leikmenn Stjörnunnar...
Þórey Rósa Stefánsdóttir og Stefán Darri Þórsson voru útnefnd handknattleiksfólk ársins 2021 hjá Fram áður en kom að kjöri íþróttamanns félagsins fyrir nýliðið ár. Þau hrepptu þó ekki hnossið að þessu sinni heldur kom það í hlut Ólafs Íshólms...
Smit kórórnuveiru komst upp innan raða heimsmeistara Dana í handknattleik karla tíu dögum áður en flautað verður til fyrsta leiks þeirra á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Jannick Green, einn þriggja markvarða liðsins greindist í dag smitaður af veirunni. Fór hann...
Búist er við að nærri 500 Íslendingar styðji við bakið á landsliðinu í handknattleik karla þegar það leikur á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Portúgal 14. janúar í Búdapest eins og aðrir leikir liðsins á mótinu.Róbert...
Ekkert verður af því að þráðurinn verði tekinn upp í Olísdeild kvenna í handknattleik á miðvikudaginn eins og til stóð. Viðureign ÍBV og HK sem fram átti að fara hefur verið slegið á frest. Samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þá...
Landsliðsmaðurinn og markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, Bjarki Már Elísson, kveður Lemgo þegar samningur hans rennur út um mitt þetta ár. Lemgo staðfestir tíðindin í morgun og greinir um leið frá að samið hafi verið við eftirmann...
Báðar viðureignir ÍBV og Sokol Pisek í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna fara fram í Vestmannaeyjum. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu hefst fyrri leikurinn klukkan 15 á laugardaginn og sá síðari klukkan 13 daginn eftir.Sokol er tékkneskt félagslið frá...
Steinunn Hansdóttir lék með Skanderborg Håndbold í gær en tókst ekki að skora þegar liðið steinlá á útivelli á móti Nyköbing Falster, 38:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gærkvöld. Skanderborg Håndbold er í níunda sæti af 14...
„Allur hópurinn okkar sem fór í PCR próf í dag fékk neikvæða niðurstöðu síðdegis. Nú eru menn komnir í búbblu á Grand hótel. Okkur var skiljanlega mjög létt við þessi tíðindi,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ við handbolta.is...
Sterkur grunur leikur á um að úrslitum hafi verið hagrætt í tengslum við veðmál í leik í Meistaradeild Evrópu í handknattelik karla á fyrri hluta keppnistímabilsins í haust eða í vetur. Frá þessu er greint á sænsku handknattleikssíðunni Handbollskanalen....