Bjarki Már Elísson var í liði 10. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem tilkynnt var á síðasta föstudag en umferðinni lauk á fimmtudagskvöld. Bjarki Már átti stórleik þegar lið hans Lemgo vann Rhein-Neckar Löwen, 33:30, í Mannheim. Hann...
Adam Haumur Baumruk tryggði Haukum nauman sigur, 36:35, á ÍBV á Ásvöllum í kvöld í viðureign liðanna í 8. umferð Olísdeildarinnar. Hann skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.
ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik, 20:17, og...
Mótanefnd HSÍ í samráði við mótshaldara, KA og Þór, hefur tekið ákvörðun um að fresta fyrirhuguðu móti í 6. flokki karla og kvenna eldra ári sem fram átti að fara á Akureyri um næstu helgi. Er það gert vegna...
Handknattleiksdeildir ÍR og Harðar hafa slíðrað sverðin og sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu því til staðfestingar. Í yfirlýsingunni kemur m.a. að ákveðið hafi verið að falla frá kærumálum í framhaldi af viðureign liðanna í Grill66-deild karla á laugardaginn. Sættir...
Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR, hefur beðist innilegrar afsökunar á ummælum sem hann lét falla í garð dómara leiksins ÍR og Harðar í Grill66-deild karla í handknattleik á laugardaginn. Ummælin féllu í samtali við handbolta.is.
Í yfirlýsingu sem Kristinn sendi...
Leikir sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik fóru fram á laugardaginn 13. nóvember. Þar með er þriðjungi leikja í deildinni lokið. Rifjum upp helstu niðurstöður umferðarinnar:
ÍBV – Fram 23:25 (13:17).
Mörk ÍBV: Þóra Björg Stefánsdóttir 6/5, Ingibjörg Olsen 4, Harpa...
Danski handknattleiksmaðurinn Buster Juul sýndi einstaka skottækni þegar hann skoraði úr einu af fimm vítaköstum sínum fyrir Danmerkurmeistara Aalborg Håndbold í sigurleik á Holstebro, 36:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn.
Mögnuð tilþrif eins sjá og má á...
Áttunda umferð Olísdeildar karla heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum en fyrsti leikur umferðarinnar var í gærkvöld þegar Víkingur sótti Selfoss heim.
Í kvöld klukkan 18 mæta leikmenn ÍBV galvaskir á Ásvelli eftir tvo sigurleiki í röð og leika...
Fransk/túníski handknattleiksmaðurin Hamza Kablouti leikur ekki fleiri leiki með Aftureldingu á þessu ári samkvæmt heimildum handbolta.is. Yfirgnæfandi líkur eru á að hann verði lánaður til Víkings. Vonir standa til þess að lánasamningur milli félaganna liggi fyrir í dag eða...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar hans í PAUC unnu Montpellier 29:28, í æsispennandi leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær en leikið var í Montpellier. Donni skoraði þrjú mörk í sex skotum. Ólafur Andrés Guðmundsson var...
Handknattleiksdeild ÍR geinir frá því á Facebook í kvöld að hún hafi í dag kært framkvæmd leiks ÍR og Harðar í Grill66-deild karla sem fram fór í Austurbergi í gær. Ástæða kærunnar er röng skýrslugerð fyrir leikinn, eftir því...
Fanney Þóra Þórsdóttir tryggði FH annað stigið í viðureign efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Hún jafnaði metin, 28:28, úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Áður hafði Roberta Strope brotið á sóknarmanni FH...
„Að mínu áliti er Ómar Ingi Magnússon besti leikmaður deildarinnar,“ sagði hinn þekkti þýski handknattleiksmaður Stefan Kretzschmar í sjónvarpsviðtali fyrir viðureign SC Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í gær. Kretzschmar vinnur hjá Berlínarliðinu en hefur á...
Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg unnu stórsigur á Rødovre HK á heimavelli í gær í 1. deildinni í Danmörku, 41:25. Álaborgarliðið var níu mörkum yfir í hálfleik, 18:9. Sandra skoraði tvö mörk í leiknum en hún...
Ungmennalið ÍBV setti strik í reikninginn hjá ÍR í toppbaráttunni í Grill66-deild kvenna í dag þegar það gerði sér lítið fyrir og lagði ÍR-inga örugglega, 33:29, í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Þetta...