Ísland og Pólland skildu jöfn, 24:24, í síðasta leik liða þjóðanna í A-riðli B-deildar Evrópumóts kvenna í handknattleik í dag. Jafnteflið dugði pólska liðinu til þess að fara í undanúrslitum en íslenska liðið leikur um fimmta til áttunda sæti...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, var hársbreidd frá sæti í undanúrslitum B-deildar Evrópumótsins í handknattleik kvenna í dag. Liðið gerði jafntefli, 24:24, í háspennuleik í síðasta leik sínum í A-riðli keppninnar. Rakel Sara...
„Satt að segja þá eyðilagði hann landsliðferilinn minn,“ segir hin þrautreynda Galina Gabisova, markvörður rússneska meistaraliðsins Rostov Don um Evgeni Trefilov sem í tvo áratugi var þjálfari rússneska kvennalandsliðsins og stýrði liðinu m.a. þegar það varð Ólympíumeistari í Ríó...
Danski markvörðurinn Jannick Green hefur samið við franska meistaraliðið PSG. Sannarlega er ekki ráð nema í tíma sé tekið en Green flytur til Parísar eftir ár þegar samningur hans við Evrópumeistara SC Magdeburg verður að fullu uppfylltur. Sáttmáli Green...
Lars Geipel og Marcus Helbig þekktustu handknattleiksdómarar á síðustu árum hafa ákveðið að hætta að dæma. Geipel greindi frá þessu í gær. Helbig félagi hans er alvarlega veikur og hefur verið frá af þeim sökum um nokkurra mánaða skeið. ...
„Þetta verður erfiður leikur sem við búum okkur undir af kostgæfni,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari U19 ára landsliðs kvenna við handbolta.is en framundan er úrslitaleikur hjá íslenska liðinu á morgun þegar það mætir pólska landsliðinu. Úrslit leiksins skera úr...
Hinn þrautreyndi sænski landsliðsmaður og leikmaður þýsku meistaranna THW Kiel, Niclas Ekberg, hefur um langt árabil verið einn allra besti og sigursælasti hægri hornamaður heims. Hann valdi á dögunum draumalið sitt og af sjö leikmönnum sem hann valdi eru...
Karlalið Selfoss verður í pottinum þegar dregið verið í 1. umferð Evrópubikarsins í handknattleik karla, European cup, á þriðjudag í næstu viku. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH sem einnig eru skráð til leiks í keppninni mæta til leiks í annarri...
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau léku æfingaleik í gær, þann fyrsta í upphafi undirbúnings fyrir næsta keppnistímabil. Leikið var við HC Leipzig. Díana Dögg og samherjar höfðu betur, 35:30, eftir að hafa...
Franska stórliðið Montpellier staðfesti í dag að samið hafi verið við Ólaf Andrés Guðmundsson, landsliðsmann í handknattleik. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á endurskoðun að ári liðnu, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Montpellier. IFK Kristianstad...
Markvörðurinn Darija Zecevic hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hún kemur frá ÍBV þar sem hún hefur verið undanfarin tvö ár. Zecevic er 23 ára og er frá Svartfjallalandi, og lék á sínum tíma með öllum yngri...
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla verða að mæta til leiks strax í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer síðustu helgina í ágúst og í fyrstu helgi september. Þetta kemur fram í styrkleikaröðun liðanna sem taka þátt í keppninni...
Landslið Hvíta-Rússlands er efst í A-riðli B-deildar Evrópumóts U19 ára í handknattleik kvenna, riðlinum sem íslenska landsliðið á sæti í, þegar tveimur umferðum af þremur er lokið. Hvít-Rússar unnu Pólverja í gær með minnsta mun, 27:26, eftir mikla markaveislu...
Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson, sem leikur með Flensburg, var kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili í kjöri sem fram fór á vefnum á heimasíðu deildarinnar. Gottfridsson fékk um þriðjung atkvæða. Hann skorað 177 mörk í 38...
Liðin sem mættust í úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Egyptalandi í janúar, Danir og Svíar, leiddu saman hesta sína í vináttulandsleik að viðstöddum 1.600 áhorfendum í Hillerød í Danmörku í kvöld. Heimsmeistarar Dana mörðu sigur, 31:30, eftir að...