Næst síðsta umferð Olísdeildar karla verður leikin í dag og hefjast allir leikir klukkan 16. Ljóst er hvaða sjö lið taka þátt í átta liða úrslitakeppninni sem tekur við þegar deildarkeppnin verður á enda á fimmtudaginn. Slagurinn um áttunda...
Einar Birgir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild KA um tvö ár. Einar sem er 24 ára línumaður hefur verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár.Hann hefur tekið þátt í öllum leikjum KA á keppnistímabilinu og skorað...
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, sagði í samtali við handbolta.is að liðið hafi leikið undir pari í síðari hálfleik í gær gegn ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í KA-heimilinu. KA/Þór tapaði leiknum, 27:26, eftir að...
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Lemgo, var valinn í úrvalslið 30. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik á dögunum. Bjarki Már skoraði átta mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Lemgo vann Stuttgart á heimavelli...
„Til að byrja með langar mig bara að segja hvað ég er ótrúlega stolt af liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og við erum ótrúlega samstilltur og góður hópur. Ég er bara mjög glöð og þakklát fyrir...
Ómar Ingi Magnússon varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik með SC Magdeburg þegar liðið vann Füchse Berlin, 28:25, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í handknattleik í Mannheim. Þetta eru fyrstu sigurlaun SC Magdeburg í Evrópukeppni frá árinu 2007 þegar félagið vann...
Hörður á Ísafirði knúði fram oddaleik í viðureign sinni við Víking í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olísdeild karla með sigri í annarri viðureign liðanna í íþróttahúsinu á Torfnesi í kvöld, 31:30, í hörkuleik. Oddaleikurinn verður í Víkinni á...
„Varnarleikur okkar var lykillinn að sigrinum,“ sagði Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals sem fór á kostum í dag þegar Valur lagði Fram, 28:22, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Thea Imani skoraði níu mörk og...
„Ég hef ekki skýringar svona rétt eftir leik en kannski má segja að við höfum ekki hitt á okkar besta dag meðan Valsliðið gerði það aftur á móti og margt féll með því. Þar skildi á milli,“ sagði Hildur...
ÍBV vann deildarmeistara KA/Þórs í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag, 27:26, í hörkuleik. Egill Bjarni Friðjónsson var að vanda með myndavélina á lofti í KA-heimilinu og sendi handbolta.is syrpu mynda sem...
Handboltalið ÍBV og um 50 stuðningsmenn liðsins komast hvorki lönd né strönd frá Akureyri þessa stundina eftir frækilegan sigur á deildarmeisturum KA/Þórs í dag, 27:26, í fyrsta leik undanúrslita Olísdeildar kvenna í handknattleik. Flugvél sem á að flytja hópinn...
Valur tók forystuna í einvíginu við Fram með öruggum sex marka sigri, 28:22, í Framhúsinu í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Valsiðið hitti svo sannarlega á góðan dag og segja má að leikmenn...
ÍBV gerði sér lítið fyrir og lagði deildarmeistara KA/Þórs í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag, 27:26, og hefur þar með tekið forystu í einvígi liðanna. Næsta viðureign liðanna verður í Vestmannaeyjum...
„Við ætluðum okkur að leika fasta vörn frá upphafi og það tókst. Í kjölfarið fengum við eitthvað af hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn var brösóttur í fyrri hálfleik en var mun betri í síðari hálfleik,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, landsliðskona og leikmaður HK,...
Undanúrslit í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna hefst í dag með tveimur leikjum. Deildarmeistarar KA/Þórs taka á móti ÍBV klukkan 13.30 í KA-heimilinu og klukkan 15 mætast Fram og Valur í Framhúsinu. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum...