„Margir áttu ekki nógu góðan dag hjá okkur,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfari KA í samtali við handbolta.is eftir tap liðsins fyrir Fram í Olísdeild karla í Safamýri í dag, 26:22. KA-liðið hafði leikið sjö leiki í röð...
„Ég er ótrúlega stoltur af strákunum. Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir leikinn því það er ekki heiglum hent að halda uppi stemningu í 60 mínútur gegn KA-liðinu,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs Fram, eftir góðan sigur á KA...
Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, meiddist á vinstra hné í upphitun rétt áður en viðureign Selfoss og Stjörnunnar hófst í Hleðsluhöllinni á Selfossi klukkan 19.30. Vísir greinir frá þessu í textalýsingu sinni frá viðureign liðanna í 12. umferð Olísdeildar.Á...
Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að gera það gott með SC Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag skoraði hann níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Magdeburg lagði MT Melsungen sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar,...
Eftir nærri mánaðarhlé þá fóru Sandra Erlingsdóttir og samherjar í EH Aalborg út á leikvöllinn í dag og unnu góðan sigur, 35:26, á Rødovre í dönsku B-deildinni í handknattleik en leikið var í Rødovre.Sandra var að vanda í stóru...
Viðureign Þórs og Aftureldingar í Olísdeild karla sem fram átti að fara í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag mun hafa verið frestað. Ástæðan mun vera sú að Afturelding komst ekki norður með flugi í dag eins og til stóð....
KA-menn höfðu leikið sjö leiki í Olísdeildinni og bikarkeppninni án taps þegar Framarar náðu að brjóta baráttuglaða Akureyringa á bak aftur í Safamýri í dag í 12. umferð Olísdeildar, 26:22. Það var ekki síst fyrir stórbrotna frammistöðu Lárusar Helga...
Hákon Daði Styrmisson fór hamförum í dag þegar hann skorað 15 mörk í 16 skotum í níu marka sigri ÍBV á ÍR í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum, 32:23. Eyjamanninum unga og sprettharða héldu engin bönd og vissu ÍR-ingar hreinlega...
Stórskyttan Rúnar Kárason hefur skrifað undir samning við ÍBV. Hann kemur til félagsins í sumar og hyggst leika með Eyjamönnum næstu þrjú árin. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil styrkur koma Rúnars verður fyrir ÍBV-liðið. Hann hefur verið...
Hætt er við að kvennalið Vals hafi orðið fyrir blóðtöku í leiknum við ÍBV í gær þegar vinstri hornakonan, Ragnhildur Edda Þórðardóttir, missteig sig að því er virtist illa á vinstri fæti á 24. mínútu leiksins við ÍBV þegar...
„Þetta var ótrúlega sterkur sigur hjá okkur og frábær stemning í liðinu í flottum leik,“ sagði Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, í samtali við handbolta.is í gær eftir eins marks sigur ÍBV á Val í Olísdeild kvenna, 21:20, í Origohöllinni.„Svo...
„Við höfum verið í brasi með sóknarleikinn upp á síðkastið en varnarleikurinn var fínn að þessu sinni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, eftir naumt tap fyrir ÍBV í Olísdeild kvenna, 21:20, í Origohöllinni í gær.„Vörnin var þétt...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk í tíu skotum þegar lið hennar, BSV Sachsen Zwickau, hélt sigurgöngu sinni áfram í gærkvöld í þýsku 2. deildinni með góðum sigri á Werder Bremen, 27:24, en leikið var í Brimum.Díana Dögg átti...
Tólfta umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í dag með fjórum leikjum. Keppt verður í Vestmannaeyjum, í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. ÍBV tekur á móti botnliði ÍR klukkan 13.30. KA, sem hefur verið á miklu skriði að...
„Það er hreinlega frábært að fólk hafi risið upp og ákveðið að ÍR héldi áfram að senda meistaraflokk kvenna til keppni á Íslandsmótinu. Án þessa fólks værum við varla að taka þátt í deildinni,“ sagði Karen Ösp Guðbjartsdóttir, markvörður...