Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Vendsyssel í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði með fimm marka mun fyrir bikarmeisturum Herning-Ikast, 27:22, á heimavelli. Elín Jóna varði 17 skot og var með 40% markvörslu...
Með miklum endaspretti tókst FH-ingum að tryggja sér bæði stigin í heimsókn sinni til Stjörnunnar í TM-höllina í kvöld í leik liðanna í Olísdeildinni handknattleik. Á síðustu fimm mínútum leiksins skoruðu FH-ingar sex mörk gegn aðeins einu frá Stjörnumönnum...
Heimsmeistarar Danmerkur komust í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Egyptalandi í kvöld með sigri á Egyptum eftir tvær framlengingar og vítakeppni, 39:38. Lasse Svan innsiglaði sigur Dana úr fimmta og síðasta vítakastinu í háspennu og dramatískum leik þar...
Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður, gekk til liðs við Stjörnuna frá Haukum undir lok nýliðins árs og mun spila með liðinu út tímabilið í það minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.Tinna er 27 ára markmaður og...
Guðmundur Pedersen hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik en það leikur í Olísdeildinni. Guðmundur tekur við starfinu af Jakobi Lárussyni sem sagði starfi sínu lausu í gær. Guðmundur mun stýra liðinu út leiktíðina.Guðmundur er öllum hnútum kunnugur...
Stjarnan tekur á móti FH í Olísdeild karla í handknattleik karla í TM-höllinni í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18. Um er að ræða fyrsta leik Stjörnuliðsins eftir að keppni hófst á nýjan leik í Olísdeild karla um...
Öxlin á Valþóri Atla Guðrúnarsyni, handknattleiksmanni Þórs, er enn mjög bólgin eftir að hann fór úr axlarlið í viðureign Vals og Þórs í Origohöllinni á Hlíðarenda á mánudagskvöldið. Valþór Atli segir í samtali við akureyri.net í morgun að framhaldið...
Kristján Orri Jóhannsson skoraði nærri helming marka Kríu í gærkvöld þegar liðið lagði ungmennaliða Selfoss með sex marka mun, 30:24, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi þar sem liðin mættust í Grill 66-deild karla í handknattleik. Kristján Orri skoraði 14 mörk...
Eftir frídag á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Egyptalandi í gær verður þráðurinn tekinn upp í dag með fjórum leikjum í átta liða úrslitum. Klukkan 16.30 ræðst hvor heimsmeistarar Dana halda titilvörninni áfram en þeir mæta heimamönnum, landsliði Egypta....
Magakveisan og uppköstin sem hrjáðu landslið Slóvena hefur dregið athyglina frá flestu öðru á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær og í dag. Slóvenar þvertaka fyrir að hafa pantað bjór eða mat frá veitingastað utan hótelsins sem liðið bjó á.Nokkrir...
Goði Ingvar Sveinsson hefur skrifað undir lánssamning við Fjölni út leiktímabilið. Fjölnisfólk þekkir Goða vel enda uppalinn hjá félaginu. Í haust ákvað hann að söðla um og skipti yfir í Stjörnuna. Goði Ingvar er hvalreki fyrir Fjölni en...
Mikkel Hansen og Niklas Landin eru báðir reiðbúnir að leika með danska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Egyptum í 8-liða úrslitum heimsmeistarmótsins í handknattleik. Hansen hefur verið í vandræðum vegna magakveisu undanfarna daga en Landin aumur í öðru...
Ekkert fær stöðvað ungmennalið Fram um þessar mundir í Grill 66-deild kvenna. Liðið er enn taplaust eftir fimm umferðir og hefur aftur treyst stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með 10 stig en næst á eftir er Grótta með...
Víkingur komst í kvöld á ný upp að hlið ungmennaliði Vals í Grill 66-deild karla í handknattleik eftir nauman sigur á ungmennaliði Fram, 24:23, í Framhúsinu. Framarar voru með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 12:9.Víkingar bitu frá...
Fjölnir vann Vængi Júpíters í leiknum sem kallaður var "baráttan um Voginn" í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld en liðin deila heimavelli í íþróttahúsinu í Dalhúsum í Grafarvogi, lokatölur 27:18. Fjölnir er þar með áfram í öðru...