- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Handboltinn er á leið í menntaskóla

Þróttur er án aðstöðu fyrir innanhússboltagreinar sínar eftir að Laugardalshöll var lokað á dögunum í kjölfar þess að vatnslögn bilaði og heitt vatn lak yfir og undir keppnisgólfið. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, sagði við handbolta.is að unnið væri hörðum...

Grunur um að smit hafi borist milli manna í kappleik

Grunur er um að kórónuveirusmit hafi borist á milli leikmanna í kappleik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik um síðustu helgi. Mark Nikolajsen, leikmaður Lemvig hefur nú greinst smitaður, en hann atti kappi við Emil Madsen, leikmann bikarmeistara GOG, í...

Smit í herbúðum Guðjóns Vals

Einn leikmaður í herbúðum Guðjóns Vals Sigurðssonar þjálfara þýska 2. deildarliðsins Vfl Gummersbach greindist í morgun jákvæður við skimun eftir kórónuveirunni. Af þeim sökum hefur tveimur næstu leikjum liðsins verið slegið á frest. Leikmenn Gummersbach áttu fyrir höndum tvo...
- Auglýsing -

Ævintýralegt sigurmark Alingsås – myndskeið

Aron Dagur Pálsson og samherjar í sænska úrvalsdeildarliðinu Alingsås unnu magnaðan sigur á þýska liðinu SC Magdeburg í Evrópudeildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Hornamaðurinn Samuel Lindberg skoraði sigurmarkið, 30:29, á hreint ævintýralegan hátt á síðustu sekúndu eftir...

Ég lifi í voninni

„Ég bíð fyrst og fremst eftir að mega að byrja æfingar á nýjan leik og lifi í voninni um að það verði fljótlega,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans fyrir hádegið í...

FH-ingar mæta Tékkum

FH leikur við tékkneska liðið Robe Zubří í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Dregið var fyrir stundu í Vínarborg. Komi til þess að leikirnir fari fram heima og að heiman þá verður fyrri viðureignin á heimavelli FH. Til stendur...
- Auglýsing -

Fjórir á meðal þeirra 30 efstu

Fjórir íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal 30 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla um þessar mundir. Viggó Kristjánsson, Stuttgart, og Bjarki Már Elísson, Lemgo, er í tveimur af þremur efstu sætunum. Á listanum eru einnig að finna...

Þriðja áfallið dynur á Rússum

Rússneska kvennalandsliðið í handknattleik hefur orðið fyrir þriðja áfallinu á skömmum tíma í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst í Danmörku 3. desember. Nú hefur verið staðfest að Anna Vyakhireva verður ekki með landsliðinu í keppninni. Hún meiddist í baki í...

Molakaffi: Sækist eftir endurkjöri, frestanir og sóttkvíarlok

Michael Wiederer, forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hefur tilkynnt að hann sækist eftir endurkjöri á þingi EHF 23. og 24. apríl á næsta ári. Þingið fer fram í Lúxemborg. Framboðsfrestur til kjörs forseta, stjórnar og fleiri embætta rennur út 23....
- Auglýsing -

„Óvæntur sigur fyrir flesta“

„Ég held að þessi sigur hafi verið frekar óvæntur fyrir flesta,“ sagði Aron Dagur Pálsson, leikmaður sænska liðsins Alingsås við handbolta.is eftir að liðið vann hið þýska SC Magdeburg, 30:29, á heimavelli í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld...

Fjórða tapið í röð

Hvorki gengur né rekur hjá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern um þessar mundir en Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik leikur með liðinu. Í kvöld tapaði liðið fjórða leik sínum í röð þegar það sótti Bjerringbro/Silkeborg heim, 32:26. Elvar Örn skoraði...

EM verður andleg þolraun

Skipuleggjendur Evrópumóts kvenna í handknattleik segja að allir verði að gera sér grein fyrir að mótið sem nú stendur fyrir dyrum og hefst 3. desember verði ekki líkt öðrum stórmótum á síðustu árum. Þeir draga ekki fjöður yfir að...
- Auglýsing -

Frábær tilþrif – myndskeið

Eftir leiki sem fram fóru um síðustu helgi var gert hlé á keppni í Meistaradeild kvenna í handknattleik vegna Evrópumótsins sem hefst 3. desember. Þótt dagskrá keppninnar hafi farið úr skorðum undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar þá hefur það ekki...

Losna senn úr sóttkví

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, og þjálfari þýska liðsins MT Melsungen losnar úr 14 daga sóttkví frá og með morgundeginum. Sama á við alla hans leikmenn, þar á meðal íslenska landsliðsmanninn Arnar Frey Arnarsson. Smit kom upp í...

Farsælt samstarf framlengt

Í síðustu viku undirrituðu Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, og Arion banki samkomulag um áframhaldandi samstarf þeirra á milli í höfuðstöðvum Arion banka. Arion banki hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum HSÍ allt frá árinu 2004 og er það afar mikilvægt...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -