Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg halda sigurgöngu sinni áfram í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag sótti liðið sigur til Óðinsvéa á Fjóni í heimsókn sinni til DHG Odense, 33:26.
EH Aalborg var fimm mörkum...
Allir leikmenn handknattleiksliðs Barcelona, Aron Pálmarsson þar á meðal, þjálfarar og starfsmenn eru komnir í tíu daga sóttkví. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í morgun.
Ástæða þessa er sú að þrír úr þessum hópi hafa greinst með kórónuveiruna á...
Það fóru þrír leikir fram í Meistaradeild kvenna í gær, tveir þeirra voru í A-riðli en einn í B-riðli. Umferðinni lýkur svo í dag með 5 leikjum.
Í Slóveníu tóku Krim á móti þýska liðinu Bietigheim þar sem gestirnir byrjuðu...
Um þessar mundir mega handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar kemur það ekki í veg fyrir að leikmenn liðanna megi æfa einir. Handbolti.is sendi nokkrum þjálfurum fjórar létta spurningar í ljósi stöðunnar. Jakob Lárusson, þjálfari...
Vegna samkomubanns og lokunar á íþróttastarfsemi og líkamsræktarstöðva ætlar Fjölnir að fara af stað með skemmtilega áskorun, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
„Það sem þú þarft að gera er að setja inn færslu með mynd...
Gummersbach tapaði í kvöld í fyrsta sinn undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar liðið sótti Hamm-Westfalen heim í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla. Eftir jafnan leik voru heimamenn ívið sterkari á lokakaflanum og skoruðu tvö síðustu mörkin, 27:25....
Timo Kastening tryggði Guðmundi Þórði Guðmundssyni og lærisveinum hans í Melsungen annað stigið gegn GWD Minden á heimavelli í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik, lokatölur 24:24. Kastening skoraði úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok en 11 sekúndum...
Hörður Fannar Sigþórsson og samherjar í KÍF frá Kollafirði færðust upp í þriðja sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag þegar þeir gerðu góða ferð í Skála og skelltu heimamönnum í STíF með níu marka mun, 32:23.
Leikmenn KÍF...
„Við tókum of margar rangar ákvarðanir síðustu mínúturnar og klikkuðum líka á dauðafærum,“ sagði handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í kvöld eftir að lið hennar BSV Sachsen Zwickau tapaði með eins marks mun fyrir Solingen á útivelli í...
Eftir nærri þriggja vikna hlé frá keppni í pólsku úrvalsdeildinni þá var blásið til leiks hjá meistaraliðinu Vive Kielce í dag og eins og oftast áður þá vann liðið öruggan sigur á heimavelli þegar lið Gwardia Opole kom í...
Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk úr þremur skotum þegar lið hennar Vendsyssel tapaði á heimavelli í dag fyrir Köbenhavn Håndbold, 37:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Kaupmannahafnarliðið var með talsverða yfirburði í leiknum og hafði m.a. fimm...
Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold í handknattleik karla töpuðu í fyrsta sinn á keppnistímabilinu í dag þegar þeir sóttu Bjerringbro/Silkeborg heim, 28:26. Álaborgarliðið var marki yfir í hálfleik, 15:14. Fram að leiknum í dag hafði Aalborg leikið 12 leiki í dönsku...
Fresta varð viðureign Bidasoa Irun og Barcelona, sem Aron Pálmarsson leikur með, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í dag en leikurinn átti að fara fram á heimavelli Bidasoa í Baskahéraði Spánar. Ástæða frestunarinnar mun vera útbreiðsla kórónuveirunnar sem...
Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður og hornamaður pólska meistaraliðsins Vive Kielce er í liði fjórðu umferðar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigvaldi Björn er valinn í lið umferðarinnar á þessari leiktíð.
Sigvaldi Björn lék afar vel...
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir leikur ekki með liði sínu Vendsyssel í dag þegar það mætir Köbenhavn Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna fór í meðferð vegna eymsla í mjöðm í lok september og hefur ekki jafnað sig ennþá. Eymslin...