Framarar halda sínu striki í öðru sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir sanngjarnan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 34:32, og tíu marka forskot í hálfleik, 22:12.
Hörmungarleikur Hauka í fyrri hálfleik kom leikmönnum svo sannarlega í koll....
Íslandsmeistarar Vals nýttu sér beint flug til Spánar á laugardaginn og voru komnir inn á hótel á Benidorm á laugardagskvöld. Í gær var æft í keppnishöllinni og fyrir dyrum stendur önnur æfing í kvöld áður en tekist verður á...
Eftir að hafa beðið afhroð í viðureign við hollenska landsliðið á æfingamóti í Stavangri fyrir helgina þá sneru leikmenn norska landsliðsins í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, bökum saman í tveimur síðari leikjum mótsins.
Norsku heimsmeistararnir unnu Dani,...
Fjórði leikur sjöundu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar taka á móti Fram. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Haukar eru í margumtöluðu áttunda sæti fyrir heimsókn Framara á Ásvelli með fimm stig...
Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur hjá Magdeburg þegar liðið vann Leipzig, 32:24, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Magnus Saugstrup og Kay Smits skoruðu einnig fimm...
Úrslit leikjanna þriggja í 7. umferð Olísdeildar karla sem fram fóru í dag.
Hörður - Afturelding 29:36 (12:17).Mörk Harðar: José Esteves Neto 6, Mikel Amilibia Aristi 6, Endijs Kusners 5, Suguru Hikawa 4, Victor Iturrino 3, Jón Ómar Gíslason 2,...
Selfoss fór upp að hlið Fram og Aftureldingar í annað til fjórða sæti Olísdeildar karla í kvöld með níu stig eftir að hafa kjöldregið leikmenn ÍR í viðureign liðanna í 7. umferð í Skógarseli í kvöld, 35:26. Mestur varð...
Afturelding bar sigur úr býtum gegn liði Harðar, 36-29, er liðin mættust í 7. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í dag. Hart var barist allt frá upphafi leiks en fyrsta tveggja mínútna brottvísunin...
Íslenska landsliðið vann færeyska landsliðið örugglega í síðari vináttuleik helgarinnar í Klaksvík í kvöld, 27:22, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 15:8. Sigurinn í dag var afar öruggur. Færeyska liðið komst aldrei með tærnar þar sem...
FH varð fyrst liða til þess að leggja ÍBV í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum þegar liðin mættust þar í hörkuleik í dag í 7. umferð deildarinnar, 29:28. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið sem tryggði FH stigin tvö. FH komst...
Landslið Íslands og Færeyja mætast öðru sinni í vináttuleik í handknattleik kvenna í Klaksvík í Færeyjum klukkan 16 í dag. Íslenska liðið vann viðureignina í gær með fimm marka mun, 28:23 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í...
Handknattleiksmaðurinn Tumi Steinn Rúnarsson hefur ekkert leikið með þýska 2. deildarliðinu HSC 2000 Coburg það sem af er keppnistímabilinu. Hann meiddist í æfingaferð liðsins síðla í ágúst. Í fyrstu var talið að um væri að ræða tognun í nára....
Eftir átta daga hlé verður keppni haldið áfram í dag í Olísdeild karla með þremur leikjum í sjöundu umferð. FH-ingar sækja leikmenn ÍBV heim. Viðureignir liðanna á síðustu árum hafa engan svikið enda verið jafnar og spennandi.
Hörður fær Aftureldingu...
Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk þegar Veszprém vann grannliðið Fejér-B.Á.L. Veszprém, 48:27, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már og félagar sitja í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki.
Hið umtalaða lið Ferencváros,...
Óðinn Þór Ríkharðsson lék eins og sá sem valdið hefur í kvöld í fyrsta deildarleik sínum með Kadetten Schaffhausen í svissnesku 1. deildinni í handknattleik. Hann skoraði 10 mörk úr 12 skotum á heimavelli þegar Kadetten vann TSV St....