Fréttir

- Auglýsing -

HK er Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna

HK hrósaði sigri í 3. flokki kvenna eftir sigur á Haukum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik að Varmá í Mosfellsbæ í dag, 31:25. Haukar, sem eru bikarmeistarar í þessum aldursflokki, voru með tveggja marka forskot, 14:12, að loknum...

KA er Íslandsmeistari í 4. flokki karla, eldra ár

KA er Íslandsmeistari í handknattleik karla í 4. flokki, eldra ár. KA vann Aftureldingu, 24:21, í úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Norðanpiltar voru með yfirhöndina í leiknum...

Fram Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna

Fram vann örugglega úrslitaleikinn við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í í 4. aldursflokki í dag þegar leikið var að Varmá í Mosfellsbæ. Framliðið skoraði 20 mörk en Valur 13. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 8:3, Fram...
- Auglýsing -

ÍR er Íslandsmeistari í 4. flokki karla, yngra ár

ÍR varð í dag Íslandsmeistari í 4. flokki karla, yngra ári, þegar leikið var til úrslita við KA í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Sigur ÍR-inga var nokkuð öruggur. Sjö mörk skildi liðin að þegar upp var staðið, 26:19....

Hættur – er hrikalega stoltur af starfi mínu hjá ÍR

„Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta með liðið og tilkynnti stjórninni það á fimmtudaginn,“ segir Kristinn Björgúlfsson í samtali við handbolta.is. Kristinn hefur þjálfað karlalið ÍR síðustu tvö ár. Það kemur í hlut annars að stýra ÍR-liðinu í...

Litlu atriðin skilja liðin að í einvíginu

„Mjög ánægður með sigur í fyrst leik enda er alltaf betra að vinna leiki en tapa,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á Val í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í...
- Auglýsing -

Of margir tapaðir boltar

„Að þessu sinni féll sigurinn Fram meginn í frábærum handboltaleik tveggja frábærra liða,“ sagði Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, sem átti stórleik í fyrsta úrslitaleik Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Framhúsinu í gærkvöld. Sara Sif...

Dagskráin: Leikið til úrslita í 3. og 4. aldursflokki

Úrslitaleikir Íslandsmótsins í handknattleik í þriðja og fjórða aldursflokki kvenna og karla fara fram í dag í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Flautað verður til leiks klukkan 11. Ráðgert er að síðasti leikurinn hefjist klukkan 17.15.Stuðningsmenn liðanna og aðrir...

Molakaffi: Donni, Elliði Snær, Mindaugas, Viktor, Óskar, efnilegir Framarar

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir PAUC þegar liðið vann Istres, 39:29, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er áfram í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi á eftir Nantes....
- Auglýsing -

Grétar Ari fór hamförum – Nice fer í umspilið

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, átti stórleik í kvöld þegar lið hans Nice vann Valence í lokaumferð frönsku 2. deildarinnar í handknattleik, 32:26. Með sigrinum innsiglaði Nice sér þátttökurétt í umspili um sæti í 1. deild á næstu leiktíð. Nice...

Grótta staðfestir ráðningu Róberts og brotthvarf Arnars Daða

Handknattleiksdeild Gróttu sendi frá sér tilkynningu í kvöld um að Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik hafi verið ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins. Tekur hann við af Arnari Daða Arnarssyni og Maksim Akbackev. Þar með hefur frétt handbolta.is frá í...

Framarar unnu fyrstu orrustu á sjónarmun

Úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna fer frábærlega af stað. Vart mátti á milli liðanna sjá í fyrsta leiknum sem fram fór í Framhúsinu í kvöld. Framarar höfðu betur, 28:27, eftir að hafa verið marki yfir...
- Auglýsing -

Tekur fram skóna og tekur upp þráðinn hjá Stjörnunni

Handknattleiksmaðurinn Jóhann Karl Reynisson hefur ákveðið að taka fram skóna eftir hlé og leika með Stjörnunni í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.  Jóhann Karl er öflugur línu- og varnarmaður. Hann á að fylla skarð Sverris Eyjólfssonar sem hefur ákveðið að leggja...

Arnar Daði: Tankurinn hálftómur og gott betur en það

Arnar Daði Arnarsson staðfestir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé hættur þjálfun karlaliðs Gróttu, eins og handbolti.is sagði frá fyrr í dag. Svo er að skilja á færslu Arnars Daða að hann hafi brunnið yfir, orðinn úrvinda...

Arnar Daði hættur hjá Gróttu – Róbert tekur við

Arnar Daði Arnarsson er hættur þjálfun karlaliðs Gróttu í handknattleik, samkvæmt heimildum handbolta.is. Sömu heimildir herma að Róbert Gunnarsson hafi verið ráðinn eftirmaður Arnars Daða og verði kynntur til leiks í kvöld. Ekki hefur fengist staðfest ástæða þessara breytinga...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -