Fréttir

- Auglýsing -

Myndskeið: Glæsimark Donna eitt af fimm bestu um helgina

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt af mörkum síðustu umferðar í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Bylmingsskot hans beint úr aukakasti eftir lok leiktímans í viðureign PAUC og Saint-Raphaël á laugardaginn er eitt af þeim fimm bestu sem...

Einar og Róbert velja 21 leikmann – mæta Dönum í tvígang

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson, þjálfarar U20 ára landsliðs karla, hafa valið 21 leikmann til æfinga um miðjan mars á höfuðborgarsvæðinu. Einnig leikur íslenska liðið tvo æfingaleiki við Dani í lok æfingavikunnar, 18. og 19. mars á Ásvöllum....

Ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleikjum yngri flokka

Á föstudaginn og sunnudaginn verður leikið til úrslita í Coca Cola-bikarnum í 3. og 4. flokki karla og kvenna á Ásvöllum samhliða undanúrslitum og úrslitaleikjum í meistaraflokki kvenna og karla.Undanúrslitaleikjum í 3. og 4. flokki karla og kvenna...
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarni Ófeigur, Daníel Freyr, Daníel Þór, Teitur Örn, Ólafur Indriði, Ólafur Andrés

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sjö mörk og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur þegar Skövde vann baráttusigur á Kristianstad, 33:32, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærdag. Skövde situr í fjórða sæti deildarinnar með...

Fimm sætum ráðstafað – Portúgal kemur áfram á óvart – úrslit og staðan

Danmörk, Holland, Frakkland, Pólland og Sviss hafa tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik þótt enn séu tvær umferðir eftir óleiknar. Enn stendur barátta um sjö sæti til viðbótar af þeim tólf sem bitist er um í...

Ágúst Elí fór á kostum gegn meisturunum

Ágúst Elí Björgvinsson átti stórleik í marki KIF Kolding þegar liðið náði að velgja meisturum Aalborg Håndbold hressilega undir uggum á heimavelli í dag og var ekki langt frá öðru stiginu þegar upp var staðið. Álaborgarliðið vann með eins...
- Auglýsing -

Bjarki Már heldur uppteknum hætti – Lemgo í undanúrslit

Bjarki Már Elísson heldur áfram að fara á kostum með þýska liðinu Lemgo. Hann átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar bikarmeistarar Lemgo tryggðu sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með sigri á Melsungen, 28:24, á heimavelli í átta...

Áhorfendur gáfu okkur orku

„Það er alltaf gaman að skora og ennþá skemmilegra fyrir framan alla þessa áhorfendur. Þeir gáfu orku og stemningu í liðið,“ sagði Unnur Ómarsdóttir markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með sjö mörk í níu skotum þegar Ísland vann Tyrkland, 29:22,...

Myndaveisla: Ísland – Tyrkland

Íslenska landsliðið í handknattleik vann tyrkneska landsliðið með sjö marka mun í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.Þar með er Ísland áfram með í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins...
- Auglýsing -

Allar á sömu blaðsíðu frá upphafi

„Það var ógeðslega gaman að spila hér í dag með öllum þessum áhorfendum og fá orkuna frá þeim,“ sagði Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik við handbolta.is eftir sjö marka sigur á Tyrkjum í undankeppni EM í handknattleik á...

Sjö marka sigur og vonin lifir góðu lífi

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann tyrkneska landsliðið örugglega með sjö marka mun, 29:22, í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag að viðstöddum um 1.200 áhorfendum. Þar með var hefnt fyrir tapið í Kastomonu í fyrri...

Gísli Þorgeir lék við hvern sinn fingur í 13 marka sigri

Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu hjá SC Magdeburg í dag þegar liðið vann stórsigur á Bergischer HC, 38:25, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gísli Þorgeir skoraði átta mörk í 12 skotum og átti tvær...
- Auglýsing -

Ákveðnar í að snúa við taflinu

„Það eru nokkur smáatriði sem við viljum bæta og auka um leið enn meira á baráttugleði liðsins,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Leikurinn...

Allir voru að spóka sig um bæinn með mynd af liðinu

Þegar Elvar Ásgeirsson samdi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg fyrir helgina var rifjað upp að í gegnum tíðina hafa nokkrir íslenskir handknattleiksmenn leikið með sameinuðu liði félaganna og öðrum forvera þess Ribe HK. Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari...

Verðum að taka frumkvæðið

„Við verðum að vera fastari fyrir og taka frumkvæðið af tyrkneska liðinu,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, þegar handbolti.is innti hann eftir leiknum við Tyrki í undankeppni EM sem stendur fyrir dyrum á Ásvöllum klukkan 16 í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -