Tólf félagslið sækjast eftir að fylla þau sex sæti sem laus eru í Meistaradeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Fjögur þeirra tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á nýliðnu keppnistímabili. Alls taka sextán lið í Meistaradeild Evrópu á næstu...
Sveinbjörn Pétursson stóð sig afar vel í marki EHV Aue í þær 40 mínútur sem hann var á vaktinni í gær þegar Aue vann Dessau, 25:24, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Sveinbjörn varði 11 skot, þar...
Mors-Thy Håndbold varð í dag nokkuð óvænt danskur bikarmeistari í handknattleik karla þegar liðið vann Danmerkurmeistara og silfurlið Meistaradeildar Evrópu, Aalborg Håndbold, 32:31, í hörkuspennandi og skemmtilegum úrslitaleik í Jyske Bank Boxen í Herning.
Staðan var jöfn að loknum fyrri...
Stórleikur Bjarka Más Elísson dugði Lemgo ekki til sigur á MT Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Bjarki Már skoraði 11 mörk, þar af sex úr vítaköstum, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar...
Elvar Örn Jónsson og samherjar í Skjern unnu bronsverðlaun í dönsku bikarkeppninni í handknattleik í dag. Þeir lögðu GOG, með Viktor Gísla Hallgrímsson landsliðsmarkvörð innanborðs, 31:26, í úrslitaleik um bronsið í Jyske Bank Boxen íþróttahöllinni í Herning. GOG var...
Angóla varð í gær Afríkumeistari í handknattleik kvenna í þriðja sinn í röð og í fjórtánda skipti alls. Lið Angóla vann Kamerún í úrslitaleik með 10 marka mun, 25:15, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri...
Aron Kristjánsson þjálfari Hauka heldur í dag af landi brott áleiðis til Barein við Persaflóa þar hann tekur til óspilltra málanna við undirbúning karlalandsliðs Barein fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í Japan eftir rétt rúman mánuð. Aron er ekki væntanlegur...
Finnur Ingi Stefánsson leikmaður Vals varð 34 ára gamall á föstudaginn. Hann hélt upp á daginn með því að fagna Íslandsmeistaratitli með félögum sínum í Val um kvöldið. Einnig sungu samherjar Finns Inga afmælisönginn fyrir hann við verðlaunaafhendinguna.
Önnur sterk...
Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að gera það gott með samherjum sínum í SC Magdeburg. Hann treysti stöðu sína í efsta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í kvöld þegar hann skoraði sjö mörk þegar Magdeburg...
Ekki er öll von úti hjá Íslendingaliðinu Gummersbach eftir að annar helsti keppinautur þess um annað af tveimur efstu sætum þýsku 2. deildarinnar, N-Lübbecke, tapaði viðureign sinni í næsta síðustu umferð í kvöld. Á sama tíma unnu liðsmenn Gummersbach...