Fréttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur vann vængbrotið Selfoss-lið

Ungmennalið Vals vann vængbrotið lið Selfoss, 26:17, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Origohöllinni á Hlíðarenda í kvöld eftir að hafa verið níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:7.Valur er þar með í þriðja til fjórða sæti...

KA var sterkara á endasprettinum

KA tryggði sér sæti í kvöld í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla með þriggja marka sigri á erkifjendum sínum í Þór, 26:23, í hörkuleik í íþróttahöllinni á Akureyri. KA var með eins marks forskot þegar tvær mínútur...

Mørk meiddist – óttast það versta en vonað það besta

Menn vona það besta en búa sig undir það versta eftir að norska handknattleiksstjarnan, Nora Mørk, meiddist á vinstra hné í viðureign Vipers Kristiansand og Rostov Don í Meistaradeild kvenna í handknattleik í Ungverjalandi í kvöld. Aðeins var hálf...
- Auglýsing -

Brúðkaup gerði harðan KA-mann að liðsstjóra Þórs

Gunnar Níelsson, eða Gunni Nella, er einn harðasti stuðningsmaður KA sem til er en lengi hefur verið djúp gjá á milli KA-manna og Þórsara á Akureyri. Hún kom þó ekki í veg fyrir að Gunni væri um skeið liðsstjóri...

Mörg ný andlit í landsliðshópi Arnars fyrir undankeppni HM

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá A-landsliði kvenna. Hópurinn hittist og æfir á höfuðborgarsvæðinu 17.– 21. febrúar. Næsta verkefni kvennalandsliðsins undankeppni HM sem til stendur að fari fram 19. - 21....

Ekkert bann og rauð spjöld dregin til baka

Fimm erindi lágu fyrir aganefnd Handknattleikssambands Íslands í gær þegar hún kom saman til síns vikulega fundar þar sem m.a. voru teknar fyrir agaskýrslur frá dómurum leikja á Íslandsmótinu síðustu daga. Enginn var úrskurðaður í bann af nefndinni þessa...
- Auglýsing -

Viktor Gísli fær hörkusamkeppni hjá GOG

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, fær mikla samkeppni um markvarðastöðuna hjá dönsku bikarmeisturunum GOG á næstu leiktíð. Félagið tilkynnti í morgun um að það hafi samið við norska landsliðsmarkvörðinn Torbjørn Bergerud.Bergerud er talinn vera einn fremsti markvörður Evrópu...

Handboltinn okkar: Vistaskipti Björgvins Páls og Olísdeildirnar brotnar til mergjar

Í þætti dagsins af Handboltinn okkar fóru þeir félagar Jói Lange og Gestur Guðrúnarson yfir leikina sem voru í 8. umferð í Olísdeild karla og kvenna.  Þeir hófu þáttinn á Olísdeild kvenna þar sem þeir rýndu í leikina og...

Dagskráin: Grannaslagur í bikarnum og Grill 66-deildin

Blásið verður til leiks í Coca Cola-bikarkeppninni í handknattleik karla í kvöld, bikarkeppni HSÍ. Sannkallaður stórleikur verður á dagskrá þegar Akureyrarliðin Þór og KA leiða saman hesta sína í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 19.30. Grannaslagurinn gerist vart stærri hér...
- Auglýsing -

Bætir við þremur árum hjá FH

Ásbjörn Friðriksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Ásbjörn hefur verið einn af lykilleikmönnum FH síðastliðinn áratug og um leið einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar. Ásbjörn er einn allra leikjahæsti leikmaður Fimleikafélagsins og stefnir hraðbyri...

Vipers leikur heimaleik í Erd í Ungverjalandi

Einn leikur er á dagskrá í dag í Meistaradeild kvenna þegar Vipers og Rostov-Don mætast.  Eftir góða byrjun hjá báðum liðum í riðlinum hefur aðeins róast hjá þeim þar sem bæði lið hafa misst af dýrmætum stigum. Rostov er...

Molakaffi: Skoraði fyrsta markið og fiskaði víti, Romero og Nyfjäll

Hinn 16 ára gamli Elmar Erlingsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV í Olísdeildinni í viðureign Stjörnunnar og ÍBV  í TM-höllinni í fyrrakvöld. Hann fiskaði einnig eitt vítakast.  Elmar hefur ekki langt að sækja handknattleiksáhugann. Faðir hans er Erlingur...
- Auglýsing -

Ómar og Gísli voru öflugir – Íslendingar víða í eldlínunni

Átta leikir voru háðir í riðlunum fjórum í Evrópudeildinni í handknattleik karla í kvöld þar sem íslenskir handknattleikmenn komu talsvert við sögu í nokkrum þeirra. M.a. fóru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson á kostum með SC Magdeburg...

Aron lék við hvern sinn fingur í tíunda sigurleiknum

Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið lagði ungverska meistaraliðið Veszprém í B-riðli Meistaradeildar karla í handknattleik í Barcelona. Þetta var tíundi sigur Barcelona í Meistaradeildinni, tímabilið 2020/2021. Spænska stórliðið er...

Markaveisla á Torfnesi þegar HK kom í heimsókn

Sóknarleikurinn var í öndvegi í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í kvöld þegar HK sótti heimamenn í Herði heim í Grill 66-deild karla í handknattleik. Leikmönnum héldu engin bönd og alls voru skoruð 67 mörk í 15 marka sigri HK,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -