- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur vann vængbrotið Selfoss-lið

Ungmennalið Vals er áfram á sigurbraut. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals vann vængbrotið lið Selfoss, 26:17, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Origohöllinni á Hlíðarenda í kvöld eftir að hafa verið níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:7.

Valur er þar með í þriðja til fjórða sæti deildarinnar ásamt Aftureldingu með 10 stig að loknum átta leikjum en Mosfellingar eiga leik til góða. Afturelding lagði Fjölni Fylki í kvöld. Grótta sem vann Víking á sama tíma er í öðru sæti. Ungmennalið Fram er sem fyrr á toppnum.


Selfoss-liðið á erfitt uppdráttar um þessar mundir en nokkrir leikmenn liðsins eru meiddir um lengri og skemmri tíma. Enda fór svo að Valur hafði talsverða yfirburði í leiknum í kvöld.


Mörk Vals U.: Ída Margrét Stefánsdóttir 9, Karlotta Óskarsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 3, Elína Rósa Magnúsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 1, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Elína Helga Lárusdóttir 1, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 1, Vala Magnúsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Agnes Sigurðardóttir 5, Ivana Raikovic 3, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Þrúður Sóley Guðnadóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Staðan í Grill 66-deildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -