- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Hverjum mæta Íslendingar á HM?

Í dag verður dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð frá 11. til 29. janúar á næsta ári. Þrjátíu og tvö landslið taka þátt í mótinu og liggja nöfn tuttugu og sjö þeirra fyrir...

Dómstóll EHF vísar frá kröfu Rússa

Dómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hefur vísað frá kröfu rússneska handknatteikssambandsins um að leikbann rússneskra landsliða og félagsliða verði fellt úr gildi. Framkvæmdastjórn EHF ákvað 28. febrúar að félagsliðum og landsliðum Rússlands og Hvíta-Rússlands megi ekki keppa á mótum á...

Molakaffi: Dmitrieva, Katrín Ósk, Miðjarðarhafsleikar, Arce

Rússneska landsliðskonan Daria Dmitrieva hefur skrifað undir eins árs lánasamning við Krim Ljubljana. Dmitrieva er ein fremsta handknattleikskona Rússa. Hún er samningsbundin CSKA Moskvu. Dmitrieva er önnur rússneska landsliðskonan á tveimur dögum sem færir sig um set frá heimalandinu...
- Auglýsing -

HMU20: Ungverjar mæta Norðmönnum í úrslitum

Noregur og Ungverjaland mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna 20 ára og yngri í Slóveníu á sunnudaginn. Norska landsliðið vann stórsigur á hollenska landsliðinu, 32:23, í undanúrslitum í dag. Síðdegis mátti sænska landsliðið að játa sig sigrað í hinni viðureign...

Sömu lið og síðast sækjast eftir sæti í Evrópukeppni

Þrjú íslensk félagslið sækjast eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Um er að ræða ÍBV, KA/Þór og Val eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands sem hefur milligöngu um skráningu liðanna hjá Handknattleikssambandi...

Eldvarnakerfið sló strákana ekki út af laginu

Piltarnir í U18 ára landsliðinu í handknattleik unnu stórsigur á hollenskum jafnöldrum sínum í annarri umferð á æfingamóti í Haneshalle í Lübeck í Þýskalandi í dag. Lokatölur voru 39:28. Gera varð 20 mínútna hlé á leiknum í síðari...
- Auglýsing -

Axel verður með lið sitt í hörkuriðli

Axel Stefánsson og liðsmenn hans í norska liðinu Storhamar Håndball Elite drógust m.a. í riðli með ungverska stórliðinu í Györ í B-riðil Meistaradeildar kvenna í handknattleik þegar dregið var í riðla í morgun. Storhamar, sem hafnaði í öðru sæti...

Íslendingar mætast í Meistaradeildinni

Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg með Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs, hafnaði m.a. í riðli með Bjarka Má Elíssyni og nýjum samherjum hans í ungverska liðinu Veszprém þegar dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki í morgun....

Kostnaður yngri landsliða um 50 milljónir – iðkendur greiða um tvo þriðju

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að kostnaður vegna þátttöku yngri landsliðanna á ýmsum mótum í sumar nemi um 50 milljónum króna. Inni í upphæðinni er ekki laun þjálfara og annarra aðstoðarmanna auk ýmiskonar annars kostnaður s.s. tryggingar,...
- Auglýsing -

Enn eru fimm sæti laus á HM

Eftir að Bandaríkin tryggðu sér sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í gærkvöld liggja nöfn 27 þátttökuþjóða fyrir þegar rétt rúmur sólarhringur er þangað til dregið verður í riðla heimsmeistaramótsins sem haldið verður í Póllandi og Svíþjóð 11. -...

Molakaffi: Bandaríkin á HM, verða með á næstu þremur mótum, Glandorf

Bandaríkin unnu Grænland, 33:25, í úrslitaleik undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í gærkvöld í Mexíkóborg. Bandaríska landsliðið fær þar með eina farseðilinn sem er í boði fyrir ríki Norður Ameríku og Karabíahafsríkja á HM sem fram fer í Svíþjóð...

Kaflaskiptur tapleikur gegn Noregi

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði með þriggja marka mun fyrir norskum jafnöldrum sínum í fyrstu umferð á æfingamóti í Lübbeck i Þýskalandi í kvöld, 32:29. Norðmenn voru einnig með þriggja marka forskot...
- Auglýsing -

HMU20: Tvær Norðurlandaþjóðir í undanúrslitum

Ungverjaland, Svíþjóð, Noregur og Holland leika til undanúrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, liðum skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri. Mótið stendur yfir í Slóveníu. Viðureignir undanúrslita fara fram á morgun. Leikið verður um verðlaun á sunnudaginn. Hollendingar og Norðmenn...

Þjóðarhöll í Færeyjum verður opnuð síðla á næsta ári

Undirbúningur að byggingu fjölnota þjóðarhallar m.a. fyrir íþróttir í Þórshöfn í Færeyjum er kominn á fullan skrið. Fjármögnun er í höfn og er áformað að keppnishöllin verði opnuð undir lok næsta árs. Þetta staðfestir Heðin Mortensen borgastjóri í Þórshöfn...

Tvöfaldir Evrópumeistarar semja við Vyakhirevu

Rússeska handknattleikskonan Anna Vyakhireva hefur samið við Evrópumeistara Vipers Kristiansand frá Noregi til eins árs. Vyakhireva á að fylla skarðið sem Nora Mørk skilur eftir við flutning til Esbjerg í Danmörku. Vyakhireva hefur verið valin besti leikmaður tveggja síðustu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -