Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka, er kominn í einangrun og stýrir ekki liði Ólympíumeistaranna gegn Íslendingum í annarri umferð milliriðlakeppninnar á Evrópumótinu í handknattleik á morgun.Franska handknattleikssambandið sagði frá þessu í dag. Gille, sem er 45 ára gamall, er kominn...
Hans Lindberg, sem lék með danska landsliðinu gegn Íslendingum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í gærkvöld greindist smitaður af covid í dag. Þetta er fyrsta smitið sem kemur upp í herbúðum danska landsliðsins eftir að Evrópumeistaramótið hófst. Lindberg hefur tekið...
Fyrsti starfsmaður íslenska landsliðsins í handknattleik hefur greinst smitaður af covid19 eftir því sem Handknattleikssamband Íslands var að greina frá. Jón Birgir Guðmundsson, annar sjúkraþjálfari landsliðsins, greindist jákvæður í skyndiprófi sem íslenski hópurinn gekkst undir í hádeginu. Beðið er...
Fjórir leikmenn landsliðsins skoruðu í gær sín fyrstu mörk á Evrópumeistaramóti. Einn þeirra, Elvar Ásgeirsson, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum við Dani en lék sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöld.Elvar braut ísinn af fjórmenningunum snemma leiks þegar hann skorað...
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði íslenska landsliðið í handknattleik karla með nærveru sinni og stuðningi þegar leikið var við Dani á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í MVM Dome í Búdapest í gær.Guðni er mikill íþróttaáhugamaður fyrir utan að hafa...
„Tilfinningin var frábær að taka þátt í leik gegn heimsmeisturunum í milliriðlakeppni á Evrópumóti. Sviðið verður ekki mikið stærra. Það er heiður fyrir mig að fá tækifæri til þess að leika fyrir íslensku þjóðina við þessar aðstæður,“ sagði Orri...
Íslendingar létu til sín taka utan vallar sem innan í MVM Dome í Búdapest í gærkvöld þegar landslið Íslands og Danmerkur mættust í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik.Stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru áberandi í keppnishöllinni. Fjölmennur hópur kom beint...
Aron Kristjánsson og liðsmenn hans í Barein unnu þriðja leik sinn í röð afar auðveldlega á Asíumótinu í handknattleik í gær. Barein vann landslið Hong Kong, 46:20. Framundan er keppni í milliriðlum þar sem Bareinar verða í riðli með...
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í kvöld í Klaka stúdíóið sitt og tóku upp sinn þrítugasta þátt á tímabilinu. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru Gestur Guðrúnarson, Jói Lange og Arnar Gunnarsson.Í þætti dagsins fóru þeir yfir leik...
„Súrt og svekkjandi að tapa leiknum,“ sagði fyrirliðinn Ýmir Örn Gíslason þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir fjögurra marka tap íslenska landsliðsins fyrir Dönum í MVM Dome í Búdapest í kvöld í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla reyndi hvað það gat að berjast við heimsmeistara Dana í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í MVM Dome í Búdapest í kvöld. Sex leikmenn íslenska landsliðsins heltust úr lestinni í gærkvöld og...
Vængbrotið og ungt íslenskt landslið veitti tvöföldum heimsmeisturum Dana verðuga keppni í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í kvöld. Danska liðið vann með fjögurra marka mun, 28:24, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14.Danir...
Fjölnir komst í kvöld upp að hlið ÍR og Harðar með 18 stig í Grill66-deild karla í handknattleik með öruggum sigri á Kórdrengjum, 30:20, í Dalhúsum í Grafarvogi. ÍR, Hörður og Fjölnir eru jöfn að stigum í þremur efstu...
Ýmir Örn Gíslason verður fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Dönum í kvöld í leik þjóðanna á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Hann tekur við fyrirliðabandinu af Aron Pálmarssyni sem kominn er í sóttkví eins og fimm aðrir leikmenn landsliðsins.Þetta er fyrsta sinn...
Valsararnir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson koma til Búdapest á morgun og bætast í íslenska landsliðshópinn í handknattleik.Hríðfækkað hefur leikhæfum mönnum í landsliðshópnum á síðasta sólarhring. Þrír hafa greinst jákvæðir í dag og aðrir þrír dag. Er svo...