Talið er að 32 smit kórónuveiru megi rekja til landsleiks Noregs og Slóveníu í Evrópubikarkeppni kvennalandsliða sem fram fór í Noregi 7. október. Þar af eru tveir leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins Herning-Ikast, formaður norska handknattleikssambandsins auk fleiri landsliðsmanna. Alls hafa...
Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson, þjálfarar U18 ára landsliðs karla, hafa valið landsliðshóp til æfinga og undirbúnings fyrir þátttöku í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland í byrjun nóvember. Íslenska liðið tekur þátt ásamt landsliðum Frakka, Króata...
„Það var mjög gott að geta unnið fyrri leikinn með miklum mun. Þar með neyddust leikmenn Parnassos Strovolou til að auka hraðann í seinni leiknum sem hentaði okkur betur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka, í samtali við handbolta.is...
Leikmenn Neistans í Færeyjum, sem Arnar Gunnarsson þjálfar, unnu í gær sannfærandi og um leið kærkominn sigur á VÍF í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik karla, 30:26. Leikið var í Vestmannahöllinni, heimavelli VÍF en liðið er ríkjandi Færeyjameistari.Frábær fyrri hálfleikur...
„Við vissum þegar lagt var að stað að það gæti brugðið til beggja vona með framhaldið þar sem við lékum báða leikina á útivelli gegn sterku liði sem er í öðru sæti serbnesku 1. deildarinnar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson,...
Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo gerðu í gær jafntefli við meistaraliðið THW Kiel, 21:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki Már skoraði þrjú mörk, þar af var eitt markanna úr vítakasti. Staðan í hálfleik var 10:9...
Meistaradeild kvenna fór aftur af stað eftir tveggja vikna landsliðshlé og var fjórða umferðin spiluð um helgina. Í A-riðli var boðið uppá sannkallaðan naglbít þegar að FTC og Esbjerg áttust við þar sem að liðin skiptust á að hafa...
Ungmennalið Fram er komið á kunnulegar slóðir í Grill66-deild kvenna í handknattleik eftir að það vann ungmennalið ÍBV, 33:28, í Framhúsinu í dag eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10. Framliðið er þar með komið í...
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu nauman sigur í háspennuleik í kvöld er þeir sóttu TV Emsdetten heim í þýsku 2.deildinni í handknattleik. Janko Bozovic skoraði sigurmarkið, 23:22, skömmu fyrir leikslok. Mikill hamagangur var á lokamínútunum en hvorugu...
Gróttumenn fögnuðu sínu fyrsta stigi í kvöld á þessu keppnistímabili sem þeir unnu gegn Aftureldingu að Varma í síðasta leik 4. umferðar Olísdeildar karla, 30:30. Þeir áttu þess kost að fá bæði stigin, voru með boltann síðustu 50 sekúndurnar...
Teitur Örn Einarsson er sagður vera á leið til þýska stórliðsins Flensburg samkvæmd heimildum Kristianstadbladet. Eins og handbolti.is greindi frá fyrr í dag þá hefur sænska liðið IFK Kristianstad skýrt frá því að stórskyttan frá Selfossi hafi leikið sinn...
Valur er eitt liða í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir að hafa unnið afar öruggan sigur á ÍBV, 27:21, í uppgjöri tveggja liða sem voru taplaus þegar flautað var til leiks í Origohöllinni í dag. Eyjamenn voru...
Valur er úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir sex marka tap, 24-30, gegn ZRK Bekament. Liðin mættust öðru sinni í Serbíu í dag. ZRK Bekament vann einvígið samanlagt 59-52 en fyrri leikur liðanna, sem fór...
Stjarnan heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla í handknattleik. Í dag vann liðið KA, 30:24, í TM-höllinni og er í öðru sæti deildarinnar með sex stig að loknum þremur leikjum. Stjarnan er annað af tveimur liðum deildarinnar...
Örvhenta stórskyttan Teitur Örn Einarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir sænska liðið IFK Kristianstad. Frá þessu er greint á heimasíðu sænska félagsins í dag í aðdraganda leik liðsins við Alingsås á útivelli en Teitur Örn er ekki á...