Fram leikur til úrslita í Coca Cola-bikarnum í handknattleik kvenna sjötta árið í röð á laugardaginn eftir stórsigur á ríkjandi bikarmeisturum KA/Þórs, 31:23, í fyrri undanúrslitaleiknum á Ásvöllum í kvöld. Þetta er um leið í 23. sinn sem Fram...
Efnt verður til hins hins sígilda föstudagsfjörs FH-inga í Sjónarhóli í Kaplakrika í hádeginu á morgun, föstudag.
„Handboltasérfræðingar Ásgeir Örn, Róbert og Svava Kristín mæta til okkar á föstudagsfjör til að ræða Olísdeildina í handbolta. Viðburðurinn verður 11....
KA komst í úrslit Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í gærkvöld með sigri á Selfoss í framlengdum háspennuleik á Ásvöllum, 28:27. Sigurmarkið skoraði Arnar Freyr Ársælsson þegar tvær sekúndur voru til leiksloka.
KA mætir Val í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins...
Valur vann öruggan sigur á FH í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla, 37:27, í gærkvöld á Ásvöllum. Valur mætir KA í úrslitaleik keppninnar á laugardaginn klukkan 16.
Undanúrslitaleikirnir í kvennaflokki fara fram í kvöld.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari...
Í harðri toppbaráttu Grill66-deildar kvenna létu leikmenn ÍR ekki tækifæri á tveimur stigum sér úr greipum ganga í gærkvöld þegar þeir sóttu ungmennalið HK heim í Kórinn. ÍR-liðið tók öll völd í leiknum í síðari hálfleik og vann með...
Sigurjón Friðbjörn Björnsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og einn umsjónarmanna hlaðvarpsþáttarins Leikhléið, veðjar á landsbyggðarslag í úrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik á laugardaginn.
Undanúrslitaleikirnir fara fram í kvöld á Ásvöllum. Sigurjón Friðbjörn telur að röðin sé komin að...
Áfram verður leikið í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í kvöld á Ásvöllum. Röðin er komin að undanúrslitum í kvennaflokki þar sem þrjú efstu lið Olísdeildar, Fram, Valur, KA/Þór verða í eldlínunni á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld auk ÍBV sem...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold tryggði sér efsta sætið í A-riðli í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í gærkvöld og þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar með öruggum sigri á PPD Zagreb á heimavelli, 31:25. Aron Pálmarsson skoraði...
KA komst í úrslit Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í kvöld eftir sigur á Selfoss, 28:27, í magnþrungnum og framlengdum leik á Ásvöllum í kvöld. Arnar Freyr Ársælsson skoraði sigurmarkið tveimur sekúndum áður en framlengingunni lauk. Nokkrum sekúndum áður...
Valur komst í úrslit í bikarkeppninni í handknattleik í kvöld með stórsigri á FH, 37:27, í undanúrslitaleik liðanna í Coca Cola-bikarnum á Ásvöllum. Valsmenn voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.
Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust...
Handknattleikssamband Úkraínu hefur gefið leiki sína við Finna í fyrstu umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í næstu viku.
Handknattleikssamband Evrópu greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar sagði að í ljósi ástands mála í...
FH og Valur hafa sex sinnum mæst í undanúrslitum bikarkeppninnar í handknattleik karla, sem nú kallast Coca Cola-bikarinn. Sigurleikirnir hafa skipst bróðurlega á milli liðanna, þrír sigurleiki á hvort félag.Síðast mættust lið félaganna í undanúrslitum 2017. Valur vann naumlega...
Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason á eitt af sex glæsilegustu mörkum sem skoruð voru í þýska handboltanum í febrúar að mati dómnefndar sem nú óskar eftir að áhugafólk velji á milli markanna. Hægt er að velja á milli þeirra í...
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssamabands Íslands, segir fyrirkomulag úrslitahelgar Coca Cola-bikarsins vera alfarið í höndum félaganna en ekki HSÍ sem sjái aðeins um framkvæmdina. Rætt hafi verið um það á fundi félaganna sem eiga aðila að undanúrslitum að þessu...
Í kvöld ræðst hvaða lið mætast á laugardaginn í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla. Undanúrslitaleikirnir standa fyrir dyrum á Ásvöllum þar sem leikmenn fjögurra liða eru kallaðir en aðeins tvö þeirra komast áfram.
Lið FH og Vals takast á...