Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með þremur leikjum, í Kórnum, Víkinni og í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Áfram verður leikið í deildinni annað kvöld og á laugardaginn. Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna á...
Steinunn Hansdóttir og samherjar í Skandeborg Håndbold unnu sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld þegar þær lögðu København Håndbold, 30:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Um var að ræða fyrsta sigur Skandeborg-liðsins í deildinni í fjórum...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold hefur keppni í Meistaradeild Evrópu af miklum krafti. Í kvöld kjöldrógu dönsku meistararnir þá króatísku í PPD Zagreb í Zagreb og unnu með tíu marka mun, 34:24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í...
Díana Dögg Magnúsdóttir átti annan stórleik á nokkrum dögum með liði sínu BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1.deildinni í handknattleik í kvöld þótt það hafi ekki dugað til sigurs gegn meisturum Borussia Dortmund á heimavelli, 34:26.Díana Dögg var í...
Óskar Ólafsson og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Drammen þegar liðið vann stórsigur á nýliðum Kristiansand, 36:20, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.Þetta var fyrsti sigur Drammen í deildinni á...
Orri Freyr Þorkelsson og Ólafur Andrés Guðmundsson máttu gera sér að góðu jafntefli með liðum sínum Elverum og Montpellier í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Orri og félagar gerðu jafntefli við Vardar Skopje í Elverum,...
Igor Mrsulja, nýr leikmaður Gróttu, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar hefja keppnistímabilið í Olísdeildinni í leikbanni.Mrsulja var úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Patrekur fékk eins leiks bann og verður fjarri góðu...
Niðurstaða af spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í Olísdeild kvenna og Grill 66-deild kvenna sem kynnt var á blaðamannafundi í hádeginu í dag.Spáin fyrir Olís deild kvenna:Fram 127 stig.Valur 126 stig.KA/Þór 118 stig.Stjarnan 99 stig.ÍBV 82 stig.HK 50 stig.Haukar...
Niðurstaða af spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í Olísdeild karla og Grill 66-deild karla sem kynnt var á blaðamannafundi í hádeginu í dag.Olísdeild karla:Valur 348 stig.Haukar 333 stig.ÍBV 273 stig.FH 258 stig.Stjarnan 246 stig.KA 209 stig.Afturelding 189 stig.Selfoss...
Kynningafundur Handknattleikssambands Íslands og Olís vegna Íslandsmótisins í handknattleik, Olísdeildar karla og kvenna og Grill66-deildar karla hefst klukkan 12 í Laugadalshöll.Handbolti.is er á fundinum og greinir frá því helsta sem fram fer í textalýsingu hér fyrir neðan. M.a....
Örvhenta skyttan efnilega, Tinna Sigurrós Traustadóttir, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.Tinna Sigurrós, sem er aðeins 17 ára, var máttarstólpi í ungu Selfossliði í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili og var m.a. markahæsti leikmaður liðsins.Tinna Sigurrós fór á kostum...
Drengirnir í Hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar skelltu sér í Klaka-stúdíóið og tóku upp sinn sjötta þátt á þessu tímabili. Að þessu sinni var hann í umsjón Jóa Lange og Gests Guðrúnarsonar. Í þættinum byrjuðu þeir á því að fara yfir...
Nýliðar Grill66-deildar karla í handknattleik, Kórdrengir, hafa samið við þrjá nýja leikmenn á síðustu dögum fyrir átökin sem framundan eru á Íslandsmótinu. Í gærkvöld staðfesti Matthías Daðason með undirskrift sinni að hann leikur með liði Kórdrengja næstu tvö ár....
Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í tveimur skotum þegar lið hans SönderjyskE vann Skjern, 33:24, í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Skjern. Sveinn tók vel á því í varnarleik SönderjyskE liðsins og var m.a....