Í mörg horn verður að líta hjá áhugafólki um handknattleik í dag. Leikir fara fram í Olísdeildum karla og kvenna þar sem ekkert verður gefið eftir. Liðin eru eitt af öðru að koma út úr kórónuveirufaraldrinum, eða sú er...
Ungmennalið Vals hafði betur í viðureign sinni við Kórdrengi í Grill66-deild karla í handknattleik í Digranesi í kvöld. Þegar upp var staðið munaði 10 mörkum á liðunum, 36:26, eftir að átta marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 19:11....
Ungmennalið Selfoss heldur sínu striki á sigurbraut í Grill66-deild karla í handknattleik en í kvöld vann liðið sinn þriðja leik á innan við viku er það kjöldró Berserki í Set-höllinni á Selfossi með 17 marka mun, 42:25. Tólf marka...
Tveir leikir fara fram í Grill66-deild karla í handknattleik. Liðin tvö sem komu óvænt inn í deildarkeppnina á síðasta sumri, Berserkir og Kórdrengir, verða í eldlínunni. Þeir fyrrnefndu halda austur á Selfoss og glíma við ungmennalið Selfoss sem hefur...
Ungmennalið Selfoss og Hauka höfðu sætaskipti í Grill66-deild karla í kvöld eftir að Selfoss hafði betur í viðureign þeirra á Ásvöllum, 26:18. Selfoss fór þar með upp í 5. sæti deildarinnar, hefur 16 stig eftir 13 leiki. Haukar eru...
Tvö rauð spjöld fóru á loft í fyrsta leik 16-liða úrslita Coca Cola-bikarsins karla í handknattleik á síðasta laugardag þegar ÍBV2 og Þór Akureyri áttust við í Kórnum í Kópavogi. Einn leikmaður úr hvoru liði, Tómas Ingi Gunnarsson, Þór,...
Ungmennalið Selfoss fór ekki erindisleysu vestur yfir Hellisheiði í kvöld og í Kópavog til leiks við Kórdrengi í Grill66-deild karla í íþróttahúsið í Digranesi í handknattleik. Selfossliðið tók bæði stigin með sér að loknum lokaleik 16. umferðar deildarinnar. Lokatölur...
Þór Akureyri hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik. Þór vann ÍBV2 með 13 marka mun í Kórnum í Kópavogi en svo virðist sem lið félaganna hafi ákveðið að mætast á miðri leið...
Leikmenn Harðar frá Ísafirði töpuðu mikilvægum stigum í toppbaráttu Grill66-deildar karla í kvöld þegar ungmennalið Hauka vann þá með þriggja marka mun, 35:32, á Ásvöllum. Hörður er þar með fjórum stigum á eftir ÍR sem trónir á toppnum. Hvort...
Danski landsliðsmarkvörðurinn Sandra Toft hefur samið við ungverska stórveldið, Györ. Tekur hún stöðu franska landsliðsmarkvarðarins Amandine Leynaud sem hyggst hætta keppni í sumar. Auk Toft verða markverðirnir Laura Glauser og Silje Solberg áfram hjá ungverska liðinu en forráðamenn Györ...
Efsta lið Grill66-deildar karla, ÍR, slapp með skrekkinn í kvöld í heimsókn sinni í Origohöllina hvar liðið mætti ungmennaliði Vals. ÍR-ingum tókst að knýja fram nauman sigur, 28:27, eftir að hafa verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik,...
Efsta lið Grill66-deildar karla, ÍR, sækir ungmennliða Vals heim í kvöld kl. 19.30. Ungmennalið Vals hefur sýnt í undanförnum leikjum að það er til alls líklegt.M.a. veittu Valsarar liðsmönnum Harðar hörkukeppni á dögunum. ÍR-ingar verða að hafa sig...
Ungmennalið Hauka vann nauman sigur á liði Kródrengja, 30:28, í viðureign liðanna í Grill66-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12. Með sigrinum færðust Haukar upp að hlið ungmennaliðs...
Hlaupið hefur á snærið hjá nýliðum Kórdrengja sem leika í Grill66-deild karla. Samkvæmt heimildum handbolta.is hefur félagið samið við Svein Aron Sveinsson um að leika með liði félagsins út keppnistímabilið.Sveinn Aron er að komast á fulla ferð eftir að...
Til stóð að keppni hæfist í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með viðureign Gróttu og HK í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Eftir því sem næst verður komist hefur leiknum verið frestað vegna smita kórónuveiru í herbúðum HK. Leikurinn er...