Afturelding situr ein í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna eftir að hafa unnið ungmennalið Vals með 11 marka mun, 36:25, í Origohöllinni í kvöld. Afturelding hefur þar með tveggja stiga forskot á ÍR eftir 13 umferðir og hefur auk...
Áfram verður leikið í Olísdeildum karla og kvenna í dag. Afturelding sækir ÍBV heim í Olísdeild karla þar sem þriðja sæti deildarinnar verður undir. Aðeins munar einu stigi á liðunum, Aftureldingu í hag. ÍBV situr í fjórða sæti með...
Þótt hvorki hafi gengið né rekið hjá Kórdrengjum í Grill 66-deild karla á leiktíðinni er ljóst eftir daginn í dag að þeir hafa ekki sungið sitt síðasta. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu ungmennalið Vals, 27:26, í Origohöllinni...
Ungmennalið HK í handknattleik kvenna lyfti sér upp úr neðsta sæti Grill 66-deildarinnar í dag með sjö marka sigri á Fjölni/Fylki í viðureign liðanna í Dalhúsum, 29:22. HK var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.Fjölnir/Fylkir er þar af...
Sannkallaður toppslagur verður í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag þegar ÍBV og Valur mætast í Vestmannaeyjum klukkan 14. Úrslit leiksins geta ráðið því hvort liðanna verður deildarmeistari í vor. Liðin hafa tapað fjórum stigum hvort það sem af...
„Við höfum náð okkar markmiði að vinna deildina og um leið er farið að hilla undir lok lengsta undirbúningstímabils liðs fyrir þátttöku í Olísdeildinni. Við erum enn á því tímabili,“ sagði Sebastian Alexandersson annar þjálfari karlaliðs HK í samtali...
HK tryggði sér í kvöld sigur í Grill 66-deild karla í handknattleik þegar liðið lagði Víking með tveggja marka mun, 30:28, í hörkuleik á heimavelli Víkinga í Safamýri. HK endurheimtir þar með sæti í Olísdeild á næstu leiktíð en...
Grótta vann öruggan sigur á ÍR, 28:21, í viðureign liðanna í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni í kvöld og kom þar með í veg fyrir að ÍR-ingar settust einir í efsta sæti deildarinnar. Þess í stað er...
Átta leikir fara fram í fjórum deildum Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja ÍR-inga heim í upphafsleik 17. umferðar Olísdeildar karla kl. 18. Leikmenn Stjörnunnar og ÍR ríða á vaðið í 18. umferð Olísdeildar kvenna í TM-höllinni...
Hildur Þorgeirsdóttir fyrrverandi landsliðskona hefur dregið fram keppnisskóna eða hreinlega keypt sér nýja og lék í kvöld með uppeldisfélaginu, FH, gegn Fjölni/Fylki í Grill 66-deildinni. Fjórtán ár eru liðin síðan Hildur lék síðast með FH á Íslandsmótinu í handknattleik.Hildur...
FH-ingar gáfu liðsmönnum Fjölnis/Fylkis engin grið í viðureign þeirra í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH var með yfirburði í leiknum og vann með 10 marka mun, 31:21, eftir að hafa verið átta mörkum yfir...
Sextánda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í dag með þremur spennandi leikjum, ef veður og færð leyfir.Einnig standa fyrir dyrum tveir leikir í Grill 66-deild kvenna.Olísdeild karla:Sethöllin: Selfoss - Hörður, kl. 16 - sýndur á Selfosstv.Skógarsel: ÍR...
Afturelding og ÍR halda keppni um efsta sæti Grill 66-deildar kvenna áfram. Afturelding lagði Gróttu í háspennuleik á Varmá í kvöld, 25:24, á sama tíma og ÍR vann öruggan sigur á Víkingi, 28:18, í Skógarseli.Afturelding og ÍR hafa...
Síðasti leikur átta liða úrslita Powerade-bikars karla (bikarkeppni HSÍ) fer fram í kvöld. Um sannkallaðan stórleik er að ræða í TM-höllinni. Bikarmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim. Liðin eru í fyrsta og fjórða sæti deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan...
Árni Stefán Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH til næstu þriggja ára. Hann tekur við starfinu í sumar.Árni Stefán þekkir hvern krók og kima í Kaplakrika enda rótgróinn FH-ingur. Hann er reyndur þjálfari sem starfað hefur...