Fimmtudagskvöldið 1. okótóber var hinn 19 ára gamli Haukur Þrastarson, eitt mesta efni í evrópskum handknattleik, í leik með samherjum sínum í pólska meistaraliðinu Vive Kielce gegn Elverum í Noregi. Viðureignin var ein af mörgum þetta tímabilið í Meistaradeild...
„Nú förum við í að sækja um undanþágu fyrir undanþáguna,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands þegar handbolti.is spurði hann hvað væri til ráða vegna landsleikja á næstu mánuðum eftir að vatnsleki í síðustu viku varð þess valdandi...
Verulega líkur eru til þess að Laugardalshöll verði lokuð fyrir æfingar og keppni næstu mánuði eftir að þúsundir lítrar af heitu vatni láku klukkustundum saman niður á gólfið og undir það í síðustu viku þegar lögn brast að kvöldi...
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina í landsliðshópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Af þeim eru átta sem leika með íslenskum félagsliðum....
Hið árlega SparkassenCup mót unglingaliða karla hefur verið aflýst að þessu sinni en til stóð að halda það á milli jóla og nýárs, eins og verið hefur árlega frá 1987. Útilokað er að halda mótið vegna ástands sem ríkir...
Ákveðið hefur verið að fresta forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik sem fram átti að fara í byrjun desember. Þess í stað er ráðgert að keppnin verði dagana 19. - 21. mars 2021.Ástæður frestunarinnar eru tengdar kórónuveirufaraldrinum.Íslenska...
Hákon Daði Styrmisson er í liði fyrstu og annarrar umferðar undankeppni Evrópumótsins í handknattleik eftir stórbrotna frammistöðu með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll gegn Litháaen á síðasta miðvikudag. Handknattleikssamband Evrópu tók saman úrvalsliðið og birti á vef sínum í dag...
Tíu viðureignir eru að baki í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik en leikið var í gær og í fyrradag. Framundan eru tíu leikir til viðbótar á laugardag og sunnudag. Íslenska landsliðið leikur ekki um helgina, ekki frekar en mörg...
Undankeppni EM2022 í karlaflokki hófst í gær með sex leikjum og verður framhaldið í dag með fjórum viðureignum. Einnig fara leikir fram á laugardag og sunnudag, alls tíu leikir.Úrslit leikja gærdagsins er að finna hér að neðan:2.riðill:Austurríki - Eistland...
„Menn voru mættir hér á fullu. Þannig hófst leikurinn og þannig enduðum við leikinn. Það var aldrei gefin tomma eftir,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Litháen, 36:20, í Laugardalshöll...
„Þetta var ánægjulega stund. Ég er mjög glaður að vera mættur á ný í landsliðsbúninginn,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem klæddist landsliðspeysunni í fyrsta sinn í 22 mánuði í gærkvöld þegar íslenska landsliðið mætti landsliði Litháen í Laugardalshöll í...
„Ég er viss um að við sýndum það í kvöld að við ætluðum ekki að gefa neitt eftir, vorum klárir frá byrjun og héldu áfram allt til enda,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sem fór á kostum í íslensku vörninni...
„Það var bara alveg geggjað að spila með strákunum,“ sagði Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem fór á kostum í sínum fyrsta stórleik með A-landsliðinu í kvöld gegn Litháen. Hann nýtti tækifærið svo sannarlega í botn og skoraði átta mörk...
„Við spiluðum alveg ótrúlega vel,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik glaður í bragði í samtali við handbolta.is eftir stórsigur íslenska landsliðsins á Litháum, 36:20, í Laugardalshöll í kvöld í undankeppni EM.„Við keyrðum bara á þá frá upphafi...
Íslenska landsliðið hóf undankeppni EM í handknattleik karla í kvöld af miklum krafti þegar það lagði Litháen, 36:20, í fyrstu umferð undankeppninnar. Forskotið var níu mörk í hálfleik, 19:10. Leikmenn Litháen virtust aldrei vera líklegir til að gera rósir...