Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að möguleiki sé á að fyrirhugaðar æfingabúðir kvennalandsliðsins fari fram í lok október. Á þeim tíma sé opinn gluggi í leikjadagskrá Íslandsmótsins og bikarkeppninnar sem geti verið möguleiki á að nýta til...
Allir þrír leikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla í riðlakeppni heimsmeistaramótsins sem til stendur að fari fram í Egyptalandi í janúar fara fram á sama tíma dags, kl. 19.30, í keppnishöllinni The New Capital Sport Hall í Kaíró.Fyrsti...
Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi að fresta æfingabúðum kvennalandsliðsins og yngri landsliða sem fram áttu að fara um og upp úr komandi mánaðarmótum.Eins verður frestað fjölliðamótum í 5., 6. og 7. flokki...
Á heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi í byrjun næsta árs mega 20 leikmenn vera í hópi hvers landsliðs í stað 16. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur rýmkað reglur í ljósi kórónuveirufaraldursins og til að létta aðeins...
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er valin í landsliðshóp en það hefur lengi verið markmiðið og því er ég í sjöunda himni og er alveg tilbúin í verkefnið,“ segir Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, sem valin var...
Í skýrslu starfshóps um byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir er það afgerandi niðurstaða að húsið skuli rísa í Laugardal. Er bent á þrjá kosti á svæðinu en ekki tekin afstaða til þeirra.Skýrslan var lögð fram á fundi Borgarráðs á...
Valdir hafa verið 19 leikmenn til æfinga kvennalandsliðsins í handknattleik í Vestmannaeyjum dagana 28. september til 3. október. Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru var engin kona sem leikur utan Íslands valin að þessu sinni. Að sögn Arnars Péturssonar, landsliðsþjálfara, bjóða...
Danska úrvalsdeildarliðið Vendsyssel tilkynnti í morgun að Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikmenn liðsins, væru í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem tilkynntur verður á næstunni.Til stendur að kvennalandsliðið komi saman til æfinga í kringum næstu mánaðarmót. Eftir...
Sterklega kemur til greina að handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París eftir fjögur ár fari fram á hinum goðsagnakennda tennisvelli Roland Garros, einnig nefndur Philippe-Chatrier, þar sem keppt hefur verið á Opna franska meistaramótinu í tennis í nærri því öld.Franska íþróttablaðið...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla leikur við Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Lið þjóðanna ættu að þekkja vel hvort inn á annað þegar að leiknum kemur vegna þess að 6. og...
Handknattleikssamband Íslands hóf í dag átakið Breytum leiknum sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum.Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja...
„Mér líst bara vel á riðilinn,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans strax og dregið hafði verið í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld.Íslenska landsliðið verður í riðli F...
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik dróst í F-riðil ásamt Portúgal, Alsír og Marokkó á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi frá 13. -31. janúar nk. Dregið var fyrir stundu við glæsilega athöfn á Giza-sléttunni, nærri pýramídunum glæsilegu skammt utan Kaíróborgar.Þrjú...
Klukkan 17 hefst athöfn á Gíza sléttunni í nágrenni Kaíró, nærri pýramídunum mögnuðu, þar sem dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi frá 13. til 31. janúar á næsta ári. Handbolti.is tengist beinni útsendingu í...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, verður skyldugur að vera með grímu meðan hann stýrir íslenska landsliðinu í leikjum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Aðeins leikmenn verða undanskildir grímunotkun meðan á leikjum mótsins stendur samkvæmt reglum sem...