Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, leikur til úrslita í B-deild Evrópumóts kvenna í handknattleik á morgun eftir sigur á Spáni, 32:31, í hnífjöfnum leik í Klapiéda í Litháen í dag. Íslenska liðið lék afar vel og...
Í dag eru 85 ár liðin síðan handknattleikur var fyrst leikinn á Ólympíuleikum en íþróttin var sýningargrein á leikum nasista í Berlín 1936. Fyrsta viðureignin var á milli Þjóðverja og Austurríkismanna og unnu þeir fyrrnefndu, 10:6.
Leikurinn fór fram, eins...
Allt er í hnút í riðli Íslands á Evrópumóti U19 ára karlalandsliða í Króatíu. Eftir að hvert liðanna fjögurra í riðlinum hefur leikið tvisvar hefur hvert þeirra einn vinning og eitt tap. Þetta þýðir að möguleikar allra eru nokkuð...
Lilja Ágústsdóttir er fjórða á lista yfir markahæstu leikmenn B-hluta Evrópumótsins í handknattleik kvenna 17 ára og yngri í Litáen. Lilja hefur skoraði 25 mörk og er fjórum mörkum á eftir Irmak Akbingol frá Tyrklandi sem er markahæst. Elín...
„Það er ljóst að Spánarleikurinn verður gríðarlega erfiður. Spænska liðið hefur verið jafnbesta liðið á mótinu og unnið alla sína leiki á sannfærandi hátt,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is í dag.
Ágúst...
Hljóðið var léttara í Heimi Ríkarðssyni þjálfara U19 ára landsliðsins í handknattleik karla í dag en í gær þegar handbolti.is sló á þráðinn til Heimis eftir 13 marka sigur íslenska landsliðsins, 30:17, á ítalska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni...
U19 ára landsliðið í handknattleik karla er komið á blað á Evrópumótinu í Króatíu eftir 13 marka stórsigur á Ítalíu, 30:17, í annarri umferð A-riðils keppninnar í dag en leikið var í bænum Varazdin. Eins og úrslitin gefa til...
Eftir tap fyrir Slóveníu í upphafsleiknum á Evrópumeistaramóti 19 ára landsliða í Króatíu liggja leikmenn íslenska landsliðsins og þjálfarar undir feldi þar sem lagt er á ráðin fyrir viðureignina í dag gegn Ítölum. Ítalir komu Serbum í opna skjöldu...
U17 ára landslið kvenna lauk keppni í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins í gær með jafntefli við Pólverja, 23:23. Hafnaði íslenska liðið þar með í öðru sæti með sjö stig eftir fjóra leiki í keppninni, eins og Pólland sem hirti efsta...
„Við byrjuðum illa og vorum slakir í fyrri hálfleik. Ekki bætti úr skák að við vorum utan vallar í 12 mínútur í hálfleiknum,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla í samtali við handbolta.is í dag eftir fjögurra...
U17 ára landslið kvenna í handknattleik mætir Spánverjum í undanúrslitum B-deildar Evrópumótsins í Klaipéda í Litáen á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 14.30 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á ehftv.com.
Í hinni viðureign undanúrslitanna eigast við...
„Maður er sár og svekktur að hafa ekki unnið leikinn af því við vorum svo nærri því. Við lékum á löngum köflum frábærlega í þessum leik. Varnarleikurinn var framúrskarandi og sóknarleikurinn var afar vel útfærður. Okkur tókst að opna...
U19 ára landslið karla í handknattleik tapaði fyrir Slóvenum í fyrstu umferð A-riðils Evrópumóts í Varazdin í Króatíu í dag, 26:22. Slóvenar voru sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:8. Næsti leikur íslenska liðsins verður á móti ítalska...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, gerði jafntefli við pólska landsliðið í sannkölluðum háspennuleik, 23:23, í lokaumferð B-riðils B-deildar Evrópumótsins í Klaipéda í Litáen í dag. Sannkallað stórmeistarajafntefli hjá efstu liðum riðilsins en bæði áttu...
U19 ára landslið karla hefur í dag keppni á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu. Upphafsleikurinn verður gegn Slóvenum. Flautað verður til leiks klukkan 12.30 og verður mögulegt að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu á ehftv.com.
Íslenska landsliðið...