- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðin

- Auglýsing -

Nokkrar Íslandstengingar í hópi Litháa

Vilius Rašimas, markvörður Selfoss, er einn þeirra leikmanna sem eru í landsliði Litháen sem væntanlega mætir íslenska landsliðinu í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. nóvember. Helmingurinn af þeim 16 leikmönnum sem Mindaugas Andriuska landsliðsþjálfari valdi á dögunum í hóp...

Vilja vita hvernig sóttvarnir verði tryggðar

„Ég get staðfest að við fengum bréf frá samtökum félagsliða í Þýskalandi þar sem spurt var um hvernig HSÍ hyggist tryggja sóttvarnir leikmanna hér á landi vegna þátttöku þeirra í landsleikjunum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í...

Sleppa þýsku liðin ekki landsliðsmönnum?

Forsvarsmenn þýskra handknattleikslið hyggjast taka höndum saman og neita leikmönnum sínum að fara frá liðunum til þess að taka þátt í landsleikjum sem framundan eru og fara fram í nóvember. Frá þessu er greint í þýskum fjölmiðlum í morgun....
- Auglýsing -

Landsleikirnir staðfestir

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Handknattleikssambandi Íslands undanþágu vegna æfinga og tveggja leikja í undankeppni EM2022 í karlaflokki í byrjun nóvember. Róbert Geir Gíslason staðfestir þetta við handbolta.is í dag. Leikirnir verða við Litháen 4. nóvember í Laugardalshöll og gegn Ísrael...

Reiknað með undanþágu vegna landsleikja

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands segist reikna með að undanþága verði veitt svo að landsleikirnir við Litháen og Ísrael í undankeppni EM2022 í karlaflokki fari fram. Þeir eru fyrirhugaðir í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. Hann segir að...

Óvænt þegar Gunni hringdi

„Þetta var alveg frábært og mjög óvænt þegar Gunni hringdi og tilkynnti mér að ég væri í landsliðshópnum. Ég hef ekkert verið inn í myndinni síðan ég var í unglingalandsliðunum og hafði ekki leitt mikið hugann að landsliðinu,“ sagði...
- Auglýsing -

Viltu vera með?

Frá og með deginum í dag geta lesendur handbolta.is greitt fast mánaðarlegt framlag til að efla starfsemi hans. Hægt er að greiða 990, 1.790, 2.790, 3.990 eða 6.990 krónur á mánuði og er mögulegt að greiða með debet,- og...

Hafa óskað eftir undanþágu

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið að veittar verði undanþágur frá sóttvarnareglum til að leikir íslenska karlalandsliðsins 4. og 7. nóvember megi fara fram í Laugardalshöll. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, staðfesti þetta við handbolta.is. Leikirnir...

Alltaf heiður að vera valinn

„Það er auðvitað mikill heiður að vera valinn í landsliðið og mikil ánægja með það af minni hálfu,“ sagði handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson við handbolta.is í dag eftir að ljóst var að hann var í íslenska landsliðshópnum sem valinn...
- Auglýsing -

Nýtt andlit í landsliðinu og annar valinn eftir langt hlé

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur valið 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla í handknattleik gegn Litáen og Ísrael í undankeppni EM 2020. Einn nýliði er í hópnum, Óskar Ólafsson leikmaður Drammen í Noregi. Eins vekur athygli að vinstri...

„Útlitið hér heima er örlítið bjartara“

„Við erum ekki vissir um að leikurinn fari fram en staðan er hinsvegar þannig í Ísrael að þar er í gildi útgöngubann og alveg útséð um að leikurinn fari fram þar í byrjun nóvember. Útlitið hér heima er örlítið...

Leikið við Ísrael heima í nóvember

HSÍ hefur fallist á beiðni Ísraela að skipta á heimaleikjum landanna í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla. Íslenska landsliðið átti að fara til Ísrael og leika við landslið þeirra 8. nóvember nk. en vegna stöðu Covid-19 þar í landi...
- Auglýsing -

EHF sendir búnað til skyndiprófa á covid19

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að senda aðildarsamböndum sínum og þeim félagsliðum sem taka þátt í Evrópumótum félagsliða búnað til að taka kórónuveirupróf. Stundarfjórðungi eftir að prófið hefur verið tekið kemur í ljós hvort sá sem gekkst undir prófið...

Frá keppni í 10 til 12 mánuði

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson verður frá keppni í 10 til 12 mánuði eftir að í ljós kom í dag að fremra krossband í vinstra hné er slitið, skemmd er í liðþófa og beinmar. Þetta hefur handbolti.is fengið staðfest hjá Erni...

Gluggi getur verið opnaður í lok október

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að möguleiki sé á að fyrirhugaðar æfingabúðir kvennalandsliðsins fari fram í lok október. Á þeim tíma sé opinn gluggi í leikjadagskrá Íslandsmótsins og bikarkeppninnar sem geti verið möguleiki á að nýta til...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -