Íslenska landsliðið upplifði 20 mínútna martröð í Westafalenhallen í Dortmund í kvöld og tapaði með sjö marka mun fyrir Spánverjum, 30:23, í öðrum leik sínum í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Nítján mínútum fyrir leikslok var íslenska liðið þremur...
Matthildur Lilja Jónsdóttir kemur á ný inn í íslenska landsliðið í kvöld í leikinn við Spánverja í annarri umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Alexandra Líf Arnarsdóttir verður utan liðsins að þessu sinni.
Matthildur Lilja var veik þegar íslenska landsliðið mætti Svartfjallalandi í...
„Spánverjar kunna ef til vill allra best að leika vörn. Margir þjálfarar víðsvegar um Evrópu hafa verið að innleiða spænsku varnarleikaðferðirnar inn í sín lið. Varnarleikurinn er helsti styrkleiki spænska landsliðsins og við verðum að vera undir hann búin,“...
„Það er gott að fara strax inn í nýjan leik og geta bætt upp fyrir það sem miður gekk gegn Svartfellingum,“ segir Lovísa Thompson landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is.
Lovísa verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska...
„Ég held að það hafi alltaf fylgt mér að vera glöð og sýna af mér gleði. Ég er bara svona,“ segir Dana Björg Guðmundsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is. Dana Björg hefur vakið verðskuldaða athygli með landsliðinu...
Tilkynning frá HSÍ
Andrea Jacobsen, leikmaður þýska félagsins Blomberg-Lippe, hefur yfirgefið íslenska landsliðshópinn, samkvæmt tilkynningu sem var að berast frá Handknattleikssambandi Íslands rétt í þessu.
Andrea meiddist á ökkla stuttu fyrir Heimsmeistaramótið. Hún tók samt sem áður þátt í undirbúningi liðsins...
„Hópurinn var svekktur eftir leikinn í gær en hefur jafnað sig í dag og er byrjaður að búa sig af krafti undir leikinn við Spánverja á morgun,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann á fundi...
Matthildur Lilja Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur jafnað sig af veikindum sem slógu hana út af laginu í fyrrinótt og urðu þess valdandi að hún gat ekki tekið þátt í leiknum við Svartfellinga í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í gær.
„Matthildur er...
Íslenska landsliðið í handknattleik fékk ekki draumabyrjun í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í gær þegar það tapaði með níu marka mun, 36:27, fyrir Svartfellingum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Leikið var í Westfalenhalle...
„Við byrjuðum síðari hálfleik frekar illa, varnarleikurinn var alls ekki nógu góður og spennustigið ekki rétt,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Westfalenhallen eftir níu marka tap fyrir Svartfjallalandi, 36:27, í fyrstu umferð...
„Mér fannst varnarleikurinn fara úrskeiðis í kvöld. Við vorum ekki nógu þéttar sem varð til þess að Svartfellingar fengu of mörg auðveld mörk,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is eftir tapleikinn, 36:27, fyrir Svartfellingum í milliriðlakeppni...
„Varnarlega vorum við alltfo linar, náðum aldrei takti. Í sókninni vorum við full staðar og ég klikkaði á dauðafærum sem ég að skora úr,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir níu marka tap...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik 2025 sem stendur yfir í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð.
Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir að...
Íslenska landsliðið tapaði illa fyrir Svartfellingum, 36:27, í fyrsta leik sínum í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Westfalenhalle í Dortmund í kvöld. Staðan var 14:11. Með þessum sigri eru vonir íslenska landsliðsins að komast í átta liða úrslit...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari segir landslið Svartfellinga vera um margt svipað serbneska landsliðinu sem íslenska landsliðið mætti í riðlakeppni HM í Stuttgart í síðustu viku. Það hefur sömu einkenni eins og landsliðin frá þessu svæði, mikil ástríða, leikmenn leggja sig...