- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðin

- Auglýsing -

Inga Sæland mætir til leiks gegn Ungverjum

Nýr íþróttamálaráðherra, Inga Sæland, kemur til Kristianstad á morgun og verður á meðal áhorfenda á viðureign Íslands og Ungverjalands annað kvöld. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum en gert er ráð fyrir komu ráðherrans í undirbúningi í keppnishöllinni fyrir leikinn...

Bann sett á íslenskt lag í leikslok

Ekkert séríslenskt lag verður leikið í keppnishöllinni í Kristianstad annað kvöld fari svo að íslenska landsliðið í handknattleik vinni Ungverja. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Gangi þetta eftir verða 3.000 Íslendingar í keppnishöllinni að taka til sinna og ráða...

Myndasyrpa: Létt andrúmsloft á æfingu

Íslenska landsliðið kom saman til æfingar í Kristianstad Arena um miðjan daginn að undangengnum viðtölum við íslenska fjölmiðla sem eru í bænum. Framundan er úrslitaleikur við Ungverja um efsta sæti F-riðils Evrópumótsins á morgun, þriðjudag, klukkan 19.30. Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari...
- Auglýsing -

Gústi Jó og Gaupi verða í pallborði í Fjósinu fyrir leikinn við Ungverja

Reikna má með að ekki verði töluð vitleysan í Fjósi Valsara á Hlíðarenda á morgun þegar Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ársins 2025, og Guðjón Guðmundsson, Gaupi, fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins og faðir núverandi landsliðsþjálfara í handknattleik, verða í pallborði fyrir...

„Þorsteinn Leó er á góðum stað“

„Þorsteinn Leó er á góðum stað og Einar Þorsteinn er að braggast eftir veikindi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður í dag um stöðuna á þeim tveimur leikmönnum sem ekki hafa enn leikið með íslenska landsliðinu í...

Myndskeið: Stórbrotin tilþrif Hauks

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson kom eins og stormsveipur inn í leik íslenska landsliðsins gegn Pólverjum í gærkvöld. Hann kórónaði frammistöðu sína með stórkostlegu marki og ótrúlegum snúningi hálfri sjöttu mínútu fyrir leikslok. Eins og sagt er sjón er sögu ríkari....
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Líf og fjör í Kristianstad Arena

Að vanda var kátína meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins í Kristianstad Arena í gærkvöld þegar Pólverjar voru lagðir, 31:23, í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Sæti var tryggt í milliriðlum. Þrjú þúsund Íslendingar drógu ekkert af sér og studdu landsliðið með...

Sigur liðsheildar og frábærra stuðningsmanna

„Ég er ótrúlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við vorum rosalega þéttir frá upphafi. Þetta var mjög öflugt,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik sem skoraði sex mörk í síðari hálfleik og var markahæstur...

Miðar á milliriðil Íslands fara hratt út

Miðasala á milliriðil Íslands er í fullum gangi og nú þurfa íslenskir stuðningsmenn að hafa hraðar hendur. Ísland tryggði sér sæti í milliriðli Evrópumótsins með sigri á Póllandi í kvöld. Mikill áhugi er á meðal Íslendinga um að fjölmenna til...
- Auglýsing -

Mættum eins og grenjandi ljón til leiks í síðari hálfleik

„Mér fannst við hafa tök á Pólverjunum frá upphafi. Ef ekki hefði verið fyrir nokkur klaufaleg mistök þá hefðum við slitið okkur frá þeim strax í fyrri hálfleik. Við héldum okkar plani frá upphafi til enda. Það skilaði sér...

Gerðum út um leikinn á tíu mínútum

„Mér fannst við vera komnir með tök á Pólverjunum undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla við handbolta.is eftir átta marka sigur á Pólverjum, 31:23, í annarri umferð af þremur í riðlakeppni Evrópumótsins í...

Myndasyrpa: Ísland lék á als oddi gegn Póllandi

Ísland vann öruggan sigur á Póllandi, 31:23, og tryggði sér sæti í milliriðli á Evrópumótinu í handknattleik karla í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld. Ísland mun spila í milliriðlinum í Malmö í Svíþjóð dagana 23., 25., 27. og 28. janúar. Pólland...
- Auglýsing -

Var staðráðinn í að leggja mitt af mörkum

„Það tók smá tíma að hrista þá af okkur eins og var alveg viðbúið,“ sagði Haukur Þrastarson í samtali við handbolta.is eftir öruggan sigur á Póllandi í annarri umferð F-riðils Evrópumótsins í Kristianstad Arena í Svíþjóð í kvöld. „Við vorum...

Pólland lá í valnum og Ísland í milliriðil

Ísland vann öruggan sigur á Póllandi, 31:23, í annarri umferð F-riðils Evrópumóts karla í handknattleik í Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í milliriðli, sem leikinn verður í Malmö í Svíþjóð....

Tveir leikir og tveir sigrar gegn Pólverjum á EM

Ísland og Pólland hafa aðeins mæst tvisvar í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik. Í bæði skiptin var síðast leikur beggja liða á mótununum, 2010 og 2014. Íslenska landsliðið vann báðar viðureignir, 29:26, í viðureigninni um bronsverðlaunin í Austurríki 2010. Fjórum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -