Landslið Íslands tapaði fyrir færeyska landsliðinu í fyrsta leik undankeppni EM kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í gærkvöld, 24:22, eftir jafna stöðu í hálfleik, 11:11. Leikurinn var sá fyrsti af sex í undankeppninni sem lýkur í apríl...
„Við náðum aldrei að finna taktinn í þessum leik. En að sama skapi eiga Færeyingarnir hrós skilið fyrir að gera sitt vel. Sóknarleikurinn var vel smurður hjá þeim. Því miður þá var þetta ekki okkar dagur,“ sagði Thea Imani...
„Það fór margt úrskeiðis hjá okkur en fyrst og fremst þá töpuðum við báðum megin á vellinum,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Lambhagahöllinni í kvöld eftir tveggja marka tap íslenska landsliðsins fyrir...
„Nýting dauðafæra, tæknifeilar var það helsta,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik spurð hvað hafi fyrst og fremst farið úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu í kvöld þegar það tapaði fyrir færeyska landsliðinu, 24:22, í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í...
„Það er margt sem við gátum gert betur,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik eftir tveggja marka tap fyrir færeyska landsliðinu, 24:22, í fystu umferð undankeppni EM kvenna í Lambhagahöllinni í kvöld.„Í fyrri hálfleik voru mörg færi sem...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði fyrir færeyska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld, 24:22. Þetta er fyrsta tap íslensks A-landsliðs í handknattleik fyrir Færeyingum í mótsleik. Færeyingar voru öflugri frá upphafi...
Portúgalska landsliðið sem íslenska landsliðið leikur við á sunnudaginn í undankeppni Evrópumóts kvenna tapaði með sjö marka mun fyrir Svartfellingum í hinum leik fjórða riðils undankeppninnar í dag, 29:22. Leikið var í Podgorica í Svartfjallalandi. Landslið Svartfellinga er talið...
Miklar breytingar hafa orðið á kvennalandsliðinu á undanförnum mánuðum og fáum árum. Aðeins um helmingur þess hóps sem tók þátt í leikjunum við Færeyinga fyrir réttum tveimur árum og aftur í apríl fyrir hálfu öðru ári er í landsliðinu...
„Nú er loksins komið að alvöru leikjum og þeir eru prófsteinn á það hvar liðið stendur um þessar mundir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum,“ segir Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik en hún verður í eldlínunni með landsliðinu í kvöld...
Grétar Áki Andersen og Sólveig Lára Kjærnested hafa valið fjölmennan hóp leikmanna til æfinga hjá 18 ára landsliði kvenna frá 16. til 19. október á höfuðborgarsvæðinu. Æfingarnar eru allra fyrsti liður í undirbúningi 18 ára landsliðsins fyrir þátttöku á...
Á næsta fimmtudag og á laugardaginn eftir viku leikur 20 ára landslið kvenna tvo vináttuleiki hér á landi við A-landslið Grænlands í handknattleik kvenna. Halldór Stefán Haraldsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir verða þjálfarar 20 ára landsliðsins í þessu verkefni....
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara sem dæma á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi frá 15. janúar til 1. febrúar. Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í gær hvaða dómarar hafi...
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2026.Harpa María Friðgeirsdóttir úr Fram og Lovísa Thompson koma inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Á...
Viðureign Íslands og Færeyja í 1. umferð undankeppni Evrópumóts kvenna sem fram fer hér á landi miðvikudaginn 15. október fer fram í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal. Upphaflega stóð til að leikið yrði á Ásvöllum hvar kvennalandsliðið hefur átt vígi...
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið er stundum sagt. Ljóst er að forsvarsfólk handknattleikssambands Portúgals hefur það í huga þessa dagana því sambandið er þegar byrjað að auglýsa viðureign Portúgals og Íslands í undankeppni EM kvenna 2026...