Bjarki Már Elísson og samherjar i Veszprém stigu stórt skref í áttina að átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld með stórsigri á erkifjendunum í Ungverjalandi, Pick Szeged, í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð útsláttarkeppninnar, 36:23....
Daníel Þór Ingason fór mikinn í kvöld með Balingen-Weilstetten í öruggum sigri liðsins á heimavelli á Empor Rostock, 31:23, í 2. deild þýska handknattleiksins. Daníel Þór skoraði sjö mörk í sjö skotum, átti þrjár stoðsendingar og var einu sinni...
Eftir 19 sigurleiki í röð þá biðu Noregsmeistarar Kolstad óvænt lægri hlut á heimavelli í kvöld fyrir liðsmönnum Fjellhammer, 33:32. Eftir fyrri hálfleik stefndi í öruggan sigur Kolstad. Liðið var sex mörkum yfir, 20:14. Vopnin snerust í höndum þeirra...
Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia Håndboldklub unnu Ribe-Esbjerg með fjögurra marka mun, 33:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Einar Þorsteinn Ólafsson átti eitt markskot sem geigaði og var einu sinni vísað af leikvelli en...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður gengur til liðs við EH Aalborg í sumar. Rétt eftir að Ringkøbing Håndbold hafði tilkynnt í morgun að hún ætlaði að söðla um í sumar sagði Álaborgarliðið frá því að Elín Jóna hafi skrifað undir...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins Ringkøbing Håndbold hefur ákveðið að breyta til í sumar og leika með öðru liði á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í morgun. Í henni segir að félagið...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign ungversku liðanna Pick Szeged og Telekom Veszprém í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Szeged á morgun og er fyrri leikur liðanna. Þau mætast aftur á...
Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson gengur að öllum líkindum til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Fjellhammer í sumar. Samningur milli hans og félagsins eru svo gott sem í höfn, eftir því sem norski fjölmiðlamaðurinn Thomas Karlsen segir frá á Twitter.
🚨 Fjellhammer...
Aron Pálmarsson fór meiddur af leikvelli í síðari hálfleik í viðureign Aalborg Håndbold og Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni. Á vef Nordjyske segir að svo virðist sem hann hafi meiðst á læri. Alltént kom Aron ekkert meira við sögu en...
Kyndill undir stjórn Jakobs Lárussonar vann VÍF í keppnishöllinni í Vestmanna í gær, 26:21, í úrvalsdeild kvenna í Færeyjum, 26:21. Kyndill heldur þar með öðru sæti deildarinnar níu stigum á eftir H71 sem hefur sem fyrr talsverða yfirburði í...
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá SC Magdeburg í dag þegar liðið vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, Hamm-Westfalen, 36:27, á útivelli. Sigurinn var öruggur og m.a. munaði átta mörkum að loknum fyrri hálfleik,...
Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn með Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í Sviss. Kadetten lagði þá GC Amicitia Zürich, 38:27, á heimavelli eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir...
Andrea Jacobsen hélt upp á nýjan samning sinn með EH Aalborg í gær og skoraði fjögur mörk í fimm marka sigri liðsins á Ringsted, 30:25, á heimavelli í næst efstu deild dönsku 1. deildarinnar í handknattleik. EH Alaborg er...
Ásgeir Snær Vignisson skoraði eitt mark og var einu sinni vísað af leikvelli þegar lið hans Helsingborg tapaði fyrir HK Aranäs, 30:25, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Helsingborg er næst neðst í deildinni þegar tvær umferðir eru...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, mætti til leiks í kvöld á nýjan leik með liði sínu PAUC í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn af krafti. Donni skoraði fimm mörk og var markahæsti...