- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Molakaffi: Arnar Birkir, Egilsnes, Sveinbjörn, Tumi Steinn, Sara Dögg, Zachrisson, Adžić

Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í EHV Aue halda í veika von um að halda sæti sínu í þýsku 2. deildinni eftir að þeir lögðu Empor Rostock, 30:21, á heimavelli í gær. Arnar Birkir skoraði þrjú mörk í leiknum...

Ómar Ingi fór hamförum þegar Magdeburg tryggði sér þýska meistaratitilinn

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í dag þegar SC Magdeburg vann HSV Hamburg í Hamborg, 32:22, og innsiglaði þar með fyrsta meistaratitil félagsins í 21 ár. Ómar Ingi skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, auk þriggja...

Fjögur mörk og naumt tap í grannaslag

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar lið hans Flensburg tapaði naumlega á heimavelli fyrir Kiel, 28:27, í 106. nágrannaslag liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þar með dró mjög úr vonum Flensburgliðsins á...
- Auglýsing -

Er í hópi markahæstu kvenna deildarinnar

Díana Dögg Magnúsdóttir hafnaði í 18. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik en leiktíðinni lauk í gær. Um leið er hún næst markahæsti leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Þetta er alls ekki amalegur árangur hjá...

Myndskeið: Þrumuskot Teits Arnar í Barcelona

Stórskyttan Teitur Örn Einarsson heldur áfram að þenja út netsmöskvana á handknattleiksvöllum Evrópu. Hann skoraði til að mynda þrjú mörk fyrir Flensburg þegar liðið tapaði fyrir Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld. Flensburg tapaði leiknum...

Molakaffi: Viktor Gísli, róðurinn þyngist, Duarte, Pekeler

Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn í úrvalslið fimmtu og næst síðustu umferðar átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli fór á kostum í marki GOG á dögunum þegar liðið vann Ribe-Esbjerg, 33:29, á heimavelli. Lokaumferð átta liða úrslita...
- Auglýsing -

Jöfnuðu metin með sigri í framlengingu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í IFK Skövde náðu í dag að jafna metin við Ystad í rimmu liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Skövde vann eftir framlengdan leik sem fram fór í Ystad, 34:29. Jafnt var eftir...

„Við náðum sætinu!“

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau tryggðu sér í dag sæti í umspili um keppnisrétt í 1. deildinni í lokaumferð deildarinnar í dag. BSV Sachsen Zwickau vann Oldenburg á útivelli með sjö marka mun, 29:22,...

Molakaffi: Donni, Elliði Snær, Mindaugas, Viktor, Óskar, efnilegir Framarar

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir PAUC þegar liðið vann Istres, 39:29, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er áfram í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi á eftir Nantes....
- Auglýsing -

Grétar Ari fór hamförum – Nice fer í umspilið

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, átti stórleik í kvöld þegar lið hans Nice vann Valence í lokaumferð frönsku 2. deildarinnar í handknattleik, 32:26. Með sigrinum innsiglaði Nice sér þátttökurétt í umspili um sæti í 1. deild á næstu leiktíð. Nice...

Molakaffi: Teitur Örn, Elvar, Sara Dögg, Herrem, Løke

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Flensburg tapaði með þriggja marka mun fyrir Barcelona í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Barcelona í gær. Flensburg er þar með úr leik...

Oddur lék sinn fyrsta leik á tímabilinu

Oddur Gretarsson lék í kvöld sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með liði sínu Balingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Oddur hefur verið lengi að koma til baka eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné á síðasta sumri.Oddur...
- Auglýsing -

Lágu á heimavelli í fyrsta leik

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK Skövde fengu ekki draumabyrjun í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld á heimavelli. Þeir töpuðu fyrir Ystads IF með tveggja marka mun, 30:28, eftir að hafa verið þremur mörkum undir...

Aðalsteinn og Hannes með lið sín í úrslitum

Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, er komið í úrslit um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss. Kadetten vann GC Amicitia Zürich í þriðja sinn í dag, að þessu sinni 28:21, á heimavelli. Kadetten vann þar með einvígi liðanna...

Hefur verið mikið fjör síðustu daga

„Það hefur verið mikið fjör síðustu daga eftir ljóst varð að við förum upp úr deildinni enda hefur það geggjaða þýðingu fyrir allan bæinn,“ sagði Elliði Snær Viðarsson leikmaður þýska 2. deildarliðsins Gummersbach en liðið tryggði sér á dögunum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -