- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kveður Bietigheim í annað sinn

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson verður ekki áfram í herbúðum þýska 2. deildarliðsins Bietigheim að loknu yfirstandandi keppnistímabil. Félagið hefur samið við Konstantin Poltrum sem nú leikur með Coburg í 1. deild og á að leysa Hafnfirðinginn af. Einhver uppstokkun...

Bætir við ári hjá Balingen-Weilstetten

Landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við þýska 1. deildarliðið Balingen-Weilstetten. Samningur Odds er til loka leiktíðar og gildir til loka júní. Fyrri samningur rennur út um mitt þetta ár. Oddur, sem stendur á þrítugu, hefur...

Ört leikið í Meistaradeildinni

Þétt er leikið í Meistaradeild Evrópu um þessar mundir til þess að vinna upp röskun sem varð á dagskrá keppninnar í haust og fyrri hluta vetrar þegar mörgum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar. Nú er svo ört leikið að...
- Auglýsing -

Ómar og Gísli voru í stuði

Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru á kostum í gærkvöldi þegar lið þeirra SC Magdeburg vann Tusem Essen, 34:28, í þýsku 1. deildinni í gærkvöld. Með sigrinum færðist Magdeburg upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið...

Tap eftir 12 taplausar viðureignir

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC-Aix máttu bíta í það súra epli í kvöld að tapa sínum öðrum leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik á þessari leiktíð er þeir fengu liðsmenn Chartres í heimsókn. Gestirnir voru...

Molakaffi: Sveinbjörn framlengdi, óvæntur sigur í Dresden, Íslendingaslagur, Aron ekki með, enn eitt tap

Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson framlengdi á dögunum samning sinn við þýska 2. deildarliðið EHV Aue til eins árs, út leiktíðina vorið 2022. Sveinbjörn kom aftur til Aue-liðsins á síðasta sumri og hefur staðið sig afar vel í vetur. Hann lék...
- Auglýsing -

Viktor Gísli og samherjar á grænni grein

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar eru öruggir um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik eftir sigur á Trimo Trebnje frá Slóveníu, 30:27, í dag. Þetta var önnur viðureign liðanna í keppninni á einum sólarhring. GOG vann leikinn í...

Heldur áfram um ótiltekinn tíma

Handknattleiksþjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson, heldur áfram þjálfun þýska 2. deildarliðsins EHV Aue um ótiltekinn tíma. Rúnar staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Hann tók við þjálfun liðsins í byrjun desember eftir að þjálfari liðsins veiktist alvarlega af kórónuveirunni. Rúnar stýrði...

Línur að skýrast – flestir Íslendingar á réttri leið

Línur er óðum að skýrast í Evrópudeildinni í handknattleik karla þar sem sex félagslið með íslenska handknattleiksmenn hafa háð harða keppni alla leiktíðina en átta leikir fóru fram í kvöld. Þrjú lið með Íslendinga innanborðs eiga nú sæti víst...
- Auglýsing -

Sigvaldi var fjarri þegar Kielce fékk skell í París

Franska stórliðið PSG tók pólska meistaraliðið í karphúsið í kvöld í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik er þau mættust í París. PSG var með yfirburði í leiknum frá upphafi til enda og vann með 11 marka mun, 37:26.  Sigvaldi Björn...

Vantaði mann strax og sló til

„Þjálfari Nancy sótti fast eftir að fá mig til félagsins. Þar með var ég kominn í aðra stöðu en ég var í hjá Stuttgart. Maður sækist eftir að fá traustið og leika sem mest og fá stærri hlutverk,“ sagði...

Elvar kominn til Nancy

Handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirsson hefur gengið til liðs við franska handknattleiksliðið Nancy eða Grand Nancy Métropole Handball. Gengið var endanlega frá skiptunum í dag en þau hafa legið í loftinu um nokkurt skeið. Elvar hefur undanfarin tæp tvö ár leikið...
- Auglýsing -

Flensburg áfram í efsta sæti

Leikið var í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Úrslit leikja voru eins og að neðan greinir, staðan og markahæstu menn þar sem þrír Íslendingar eru á meðal tíu efstu. Füchse Berlin - RN-Löwen 23:29 (11:18).Ýmir Örn Gíslason skoraði...

Molakaffi: Saračević er látinn, Aron ekki með, tvö mörk í tapleik

Einn þekktasti handknattleiksmaður Króata, Zlatan Saračević lést í gær 59 ára gamall. Hann hafði nýlokið að stýra liði sínu, RK Podravka, í grannaslag við Lokomotiva sem vannst, 32:29, þegar hann hneig niður meðan hann ræddi við fjölmiðlamenn að leik loknum....

Donni mætti til leiks á ný

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, mætti til leiks á ný hjá PAUC-Aix eftir meiðsli þegar PAUC gerði jafntefli við Nantes, 24:24, í efstu deild franska handknattleiksins en leikið var í Nantes. Donni, meiddist á ökkla fyrir tveimur vikum, og mætti...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -